Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20180528 - 20180603, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 300 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, heldur færri en í síðustu viku. Meiri virkni var við Öræfajökul í þessari viku en síðustu. Stærsti skjálfti vikunnar var við Bárðarbungu, 3,0 að stærð.

Suðurland

Um 20 smáskjálftar mældust víðs vegar á Suðurlandsundirlendinu og rólegt var á Hengilssvæðinu og í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Tæplega 30 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum í vikunni og er það svipuð virkni og vikuna á undan. Um tugur smáskjálfta var staðsettur skammt norðan við Hlíðarvatn en aðrir skjálftar dreifðust um svæðið.

Norðurland

Ríflega 60 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, allir innan við tvö stig. Um 20 skjálftar voru staðsettir í Öxarfirði og um tugur í Grímseyjarbeltinu, aðrir vestar á svæðinu.

Hálendið

Rúmlega 100 skjálftar mældust undir Vatnajökli í þessari viku. Þar af var helmingur við Öræfajökul og er það nokkuð meiri virkni en undanfarnar vikur, stærsti skjálfti á þeim slóðum varð 29. maí kl. 12:09 og var hann 2,1 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar urðu við Bárðarbungu, stærsti skjálftinn þar varð 31. maí kl. 04:09 í sunnanverði öskjunni, 3,0 að stærð og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Nokkrir skjálftar mældust á Lokahrygg, stærsti rúm tvö stig og fáeinir smáskjálftar við Grímsvötn.
Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls þar af um 20 við Öskju, allir litlir. Um tugur smáskjálfta mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Mýrdalsjökull

Um tugur skjálfta mældist í Mýrdalsjökli, litlu færri en í fyrri viku. Stærsti skjálftinn var um eitt stig.

Jarðvakt