Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20180604 - 20180610, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 330 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Svipuð virkni var í Öræfajökli og úti fyrir Norðurlandi en meiri virkni var á Suðurlandi og Mýrdalsjökli en í síðustu viku. Minni virkni var hinsvegar á Reykjanesskaga og í Bárðarbungu. Enginn skjálfti mældist við Heklu í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,5 að stærð í Öxarfirði þann 5. júní. Hlaup hófst í Grímsvötnum 6. júní og náði hámarki við Grímsfjall um kl 20:40 þann 10. júní og er enn í gangi. Hlaupið er svipað að stærð og hlaup síðustu ára, en síðast hljóp úr Grímsvötnum í ágúst 2016.

Suðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, mun fleiri en vikuna á undan þegar um 20 smáskjálftar mældust. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð 8. júní við Rjúpnabrekkur noður af Hveragerði. Aðrir skjálftar voru um og undir 2 að stærð vítt og breytt um Suðurlandsundirlendið.

Reykjanesskagi

Rúmur tugur jarðskjálfta mældist á Reykjanesskaga í vikunni, töluvert færri en í síðustu viku. Fjórir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, en aðrir skjálftar dreifðust um skagann.

Norðurland

Um 60 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Tæplega 40 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, þar af 18 í Öxarfirði, sá stærsti 2,5 að stærð 5. júní kl 20:42. Hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Um 20 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, sá stærsti 1,3 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust við Þeistareyki.

Hálendið

Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku allir undir tveimur að stærð. Rúmlega 40 skjálftar mældust við Öræfajökul, sá stærsti 1,5 að stærð. 22 skjálftar mældust við Bárðarbungu, sá stærsti 1,6 að stærð. Tveir djúpir skjálftar mældust austan við Bárðarbungu þar sem berggangurinn beygir til norðurs og djúpir skjálftar eru algengir. Um 20 smáskjálftar mældust í berganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul. 11 smáskjálftar mældust við Síðujökul og einn við Tungnafellsjökul. Tveir skjálftar mældust í Kverkfjöllum. Tveir smáskjálftar mældust við Skarftárkatlana. Fjórir skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 1,5 að stærð 7. júní. Þann 6. júní hófst hlaup út Grímsvötnum. Hlaupið er enn í gangi, en það náði hámarki við Grímsfjall um kl 20:40 þann 10. júní. Hlaupið er svipað að stærð og hlaup síðustu ára, en síðast hljóp úr Grímsvötnum í ágúst 2016. 12 smáskjálftar mældust við Öskju, 11 þeirra í austanverðri öskjunni. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðatögl, sá stærsti 1,3 að stærð. Fimm skjálftar mældust við Langjökul, sá stærsti 2,0 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, töluvert fleiri en vikuna á undan, allir innan við eitt stig. 11 skjálfar mældust innan Kötluöskjunnar, 14 við Kötlujökul og fjórir við Goðabungu. Tíu smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt