| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20180730 - 20180805, vika 31
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæplega 490 skjálftar voru staðsettir í vikunni með SIL-kerfi Veðurstofu Íslands, eða um 100 fleiri en vikuna á undan. Þrír skjálftar mældust yfir 3 að stærð í vikunni, M3.7 í Mýrdalsjökli rétt fyrir kl 13 þann 2. ágúst, M3.1 í Kleifarvatni að kvöldi 31. júlí og M3.7 í öskju Bárðarbungu að morgni dags þann 1. ágúst. Í vikunni var talsverð skjálfavirkni í Mýrdalsjökli, mest megnis 2. ágúst. Áframhaldandi smáskjálftavirkni var einnig viðvarandi í Öræfajökli þessa vikuna. Einnig var skjálftahrina við Kleifarvatn 31. júlí til 1. ágúst.
Aðfaranótt 2. ágúst varð vart við hæðarlækkun í Eystri Skaftárkatli sem markaði upphaf þeirrar aðburðarásar sem var Skaftárhlaup. Óróapúlsar v/hlaupsins og suðu í kötlunum voru sjáanlegir víða í nágrenni katlanna og alla leið út á Reykjanes. Einnig eru sjáanleg ¿tikk¿ á nærliggjandi stöðvum þ.e. á Húsbónda, Vonarskarði og Jökulheimum í aðdraganda hlaupsins.
Suðurland
Tæplega 20 skjálftar voru á Helgissvæðinu, flestir á Ölkelduhálsi. Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust tæplega 30 skjálftar. Eins skjálfta varð vart á landgrunninum tæplega 23km SSV af Þorlákshöfn.
Reykjanesskagi
Ríflega 115 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg og úti á Reykjanesskaga. Flestir þeirra, eða um 100 skjálftar, voru í og við Kleifarvatn í hrinu sem stóð yfir frá 31. ágúst til 1 júlí. Þar var stærstur 3.1 að stærð kl. 20:12 þann 31. júlí. Hans varð vart m.a. á Völlunum í Hafnarfirði.
Mýrdalsjökull
75 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, þar af var stærstur skjálfti af stærð 3.7 rétt yfir hádegi þann 2. ágúst. Flestir voru skjálftarnir fyrir miðri Kötluöskju en einnig voru um 16 skjálftar við eystri brún öskjunnar og við sigketil nr. 12.
3 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu í vikunni.
Hálendið
Einn skjálfti mældist um 2 km NA af Veiðivötnum og 5 skjálftar S og SA af Langjökli þ.e. einn 7 km S af Hagavatni og 4 skjálftar tæpa 6 km ASA af Jarlhettum. Einn skjálfti mældist á Arnarvatnsheiði 15km N af Eiríksjökli.
Í austanverðri Öskju mældust 7 skjálftar og nærri Herðubreið og Herðubreiðartöglum mældust rúmlega 25 skjálftar.
Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust rúmlega 130 skjálftar.
Stærstu skjálftar vikunnar þar voru í Bárðarbungu að morgni 1.ágúst og mældust 3.7 og 2.9 að stærð. Við Bárðarbungu mældust um 15 skjálftar.
Í ganginum ofan Dyngjufjalla mældust rúmlega 20 skjálftar.
Í og við Öræfajökul mældust rúmlega 60 skjálftar. Flestir skjálftar mældust innan öskjunnar og nærri Hvannadalshnjúk. Allir skjálftarnir voru frekar smáir, stærstur var 1.5 að stærð.
Töluvert margir skjálftar mældust á víð og dreif um vestur hluta Vatnajökuls, 3 við Skaftárkatla og tæplega 10 skjálftar sem dreifðust niður eftir Skaftárjökli, 2 við Grímsvötn, 3 rétt vestur af Þórðarhyrnu og 4 nærri Hamarnum.
Norðurland
Innan Kröfluöskju mældust 6 skjálftar, einn skjálfti mældist um 4 km A af Kistufelli. Einn skjálfti mældist nærri Þeistareykjabungu.
Alls mældust 65 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir norðarlega á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu 5. ágúst.
Á Grímseyjarmisgenginu urðu alls um 35 skjálftar og 25 á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.
Í Öxarfirði mældust um 10 skjálftar, einn skjálfti varð rétt norður af Héðinshöfða og tveir í Flatey. Einn skjálfti mældist um 3km NA af Dalvík.
4 skjálftar urðu þann 5. ágúst um 300km norður af landinu á Kolbeinseyjarhrygg.
Jarðvakt