| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20190701 - 20190707, vika 27
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 540 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, ríflega 200 fleiri en í síðustu viku en á pari við vikuna þar áður. Stærstu skjálftar vikunnar sem mældust voru staðsettir um 230-300km norður af Melrakkasléttu, M3,8 þann 1. júlí og 9 skjálftar milli M3.5 og M4.0 þann 6. júlí.
Af þessum 540 skjálftar var tæpur helmingur, eða um 250 skjálftar í hrinu sem var í Öxarfirði aðalega 2. júlí og helgina 6.-7. júlí, þeir stærstu tveir M2.7. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli og Vatnajökli var svipuð vikuna áður, en minni virkni var á Reykjanesskaga og meiri virkni á Reykjaneshrygg, flestir við Geirfuglsdranga.
Suðurland
Við Hengil mældust 17 skjálftar á víð og dreif um Hengilssvæðið.
Þeirra stærstur var M1.5 þann 6. júní á Hellisheiði.
9 skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu og einn í suðurhlíð Eyjafjallajökuls, allir um og undir M1.5 að stærð.
Einn skjálfti mældist rétt 3km vestur af Heimaey af stærð 1.5.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga mældust tæplega 30 skjálftar, um þriðjungur þeirra rétt rúma 2km NA af Þorbirni. Allir skjálftarnir voru undir 1.5 að stærð.
30 skjálftar mældust á Reyjaneshrygg, flestir við Geirfuglsdranga, 7 milli 2.0 og 2.6 að stærð en aðrir milli 1.0 og 2.0.
Norðurland
Við Kröflu mældust 5 smáskjálftar og einn tæpa 5km norður af Höskuldarvatni á Tjörnesi. Einn sjálfti mældist í Flateyjadal og tveir í mynni Eyjafjarðar. Fimm skjálftar mældust 6km NA af Flatey á Skjálfanda og fjórir um 15km austur af Grímsey.
Í Öxarfirði var hrina sem taldi alls rúmlega 250 skjálftar um 25km V af Kópaskeri. Hrinan var virk mest alla vikuna, þó einkum 1. og 2. júlí og svo 6. og 7. júlí. 21 skjálfti voru stærri en M2.0 og þeirra stærstir tveir M2.7 þann 7. júlí. Önnur smáhrina var innar í firðinum eða tæpa 7km VSV af Kópaskeri sem sýndi mesta virkni 1 júlí og voru allir skjálftar undir M1.5 að stærð.
Hálendið
Einn skjálfti mældist 3.5km NA af Litlasjó og tveir miðja vegu milli Bláfells og Jarlhettna. Allir voru þeir smáir að stærð.
Við Öskju og Herðubreið mældust um 40 skjálftar, þar af um 5 við Öskju og aðrir í eða nærri Herðubreið og Herðubreiðartöglum, allir undir M1.5 að stærð.
Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust alls 70 skjálftar.
16 þeirra voru í Öræfajökli, allir smáir að stærð, um 8 í Grímsvötnum, stærstu um M2.0 þann 3. júlí og 5 í Hamrinum. Í öskju Bárðarbungu voru 4 skjálftar mældir og rúmlega 20 skjálftar í ganginum í og ofan við Dyngjujökul auk eins skjálfta í Kverkfjöllum. Aðrir skjálftar í Vatnajökli voru á víð og dreif umhverfis Öræfajökul.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 20 skjálftar. Þeirra stærstur var einn M2.0 norðan við Kötluöskju þann 1. júlí.
Á Torfajökulssvæðinu voru staðsettir 8 skjálftar, um og undir M1.5.
Jarðvakt