| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20190819 - 20190825, vika 34
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 360 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, um 40 fleiri en í síðustu viku. Tveir skjálftar voru yfir 3.0 að stærð, sá fyrri þann 21. ágúst kl. 02:42 í norðurhluta Bárðarbunguöskju, M3.5 og sá seinni M3.4 aðfaranótt laugardags, 24. ágúst kl. 01:27 undir miðju Kleifarvatni. Skjálftans í Kleifarvatni varð vart víða m.a. á Höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þess skjálfta komu tæplega 50 eftirskjálftar á því svæði, allir minniháttar.
Suðurland
Á Suðurlandi mældust um 15 skjálftar voru á Hengissvæðinu og þrír í Bláfjöllum. Einn skjálfti mældist suður á landgrunni, um 22 km suðvestur af Þorlákshöfn.
Á Suðurlandsundirlendinu voru 4 skjálftar staðsettir rétt austur af Skeiðum, um 7 nærri Haukadal, 7 í og við Vatnafjöll og einn um 10 km suðaustur af Þykkvabæ.
7 skjálftar mældust innan Torfajökulsöskju.
Reykjanesskagi
87 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, flestir við suðurenda Kleifarvatns, þar sem mældist annar stærsti skjálfti vikunnar M3.4 þann 24. ágúst og rífir tveir tugir sunnan við Fagradalsfjall. 6 skjálftar voru rétt úti á hrygg og einn rétt suður af Reykjanestá.
Langt úti á hrygg, um 200 km suðvestur af tánni mældust tveir skjálftar, M2,9 og M2,4, þann 19. ágúst.
Norðurland
Austan við Reykjahverfi mældist einn skjálfti og einnig í Húsavíkurfjalli og sá þriðji við ósa Jökulsár á Fjöllum við Öxarfjörð. Í Öxarfirði mældust um 15 skjálftar, stærsti M1.3. Rétt utar í firðinum, 24 km norður af Tjörnesi var smá hrina þann 22. ágúst það sem mældust tæplega 15 skjálftar, stærsti M1,7. Rétt norður af Grímsey voru 6 skjálftar staðsettir. Á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu mældust alls 14 skjálftar, flestir í mynni Eyjafjarðar. Tveir skjálftar mældust um 45 km norður af Tröllaskaga.
Hálendið
Tveir skjálftar voru mældir við Langjökul, annar miðja vegu milli Bláfells og Eystri-Hagafellsjökuls, M1.8 og hinn tæpa 5 km norðaustur af norðurenda jökulsins. Einn skjálfti var í suðurbrún öskunnar í Hofsjökli.
Í Trölladyngju var staðsettur einn smáskjálfti. Við Öskju mældust 17 skjálftar, flestir við austurenda Öskjuvatns.
Um 10 skjálftar mældust í Herðubreið og Herðubreiðartöglum.
Í Kröflu voru 6 skjálftar mældir.
Vatnajökull
Í og við Öræfajökul mældust um 10 skjálftar, allir minniháttar. Í Skeiðarárjökli mældust tæplega 30 skjálftar, flestir á mjög afmörkuðum blett í miðjum skriðjöklinum, allir undir M1.0 að stærð.
Í og við Grímsvötn mældust um 7 skjálftar, þar af 3 við Hábungu. 2 skjálftar voru í Hamrinum og 2 skjálftar voru rétt austur af Vötti. Í Bárðarbungu og ganginum mældust rúmlega 20 skjálftar, þar af 10 í öskjunni. Þar var einnig stærsti skjálfti vikunnar síðla nætur þann 21. ágúst, M3,5.
Í Kverkfjöllum voru staðsettir 5 skjálftar, allir minni háttar. Við sporð Dyngjujökuls mældust 6 skjálftar.
Mýrdalsjökull
6 skjálftar mældust í og við Mýrdalsjökli, þar af 4 í Kötluöskju, einn í Tungnakvíslarjökli og einn innst í Þórsmörk.
Jarðvakt