Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20191111 - 20191117, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 1160 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, mikið fleiri en í síðustu viku þegar um 630 jarðskjálftar voru staðsettir. Munar þar mestu um jarðskjálftahrinu við Öskju sem hófst 7. nóvember og er enn í gangi og öfluga jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg, um 45 km SV af Reykjanesi, sem hófst laugardaginn 16. nóvember. Stærstu skjálftar vikunnar voru 4,5 að stærð á Reykjaneshrygg, þann 16. nóvember kl 13:17 og fannst hann m.a. víða á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Í hrinunni voru um 30 aðrir skjálftar, á sömu slóðum, sem voru yfir M3,0 að stærð. Enginn skjálfti varð í Öræfajökli í vikunnu. Einn skjálfti, af stærð M2,8 varð í Hofsjökli þann 17. nóvember og þrír skjálftar urðu við SA-verðan Langjökul. Einn smáskjálfti varð við Heklu í vikunni.

Suðurland

Rúmlega 10 smáskjálftar mældust á víð og dreif á Suðurlandsbrotabeltinu í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Á Hengilsvæðinu mældust 6 skjálftar, töluvert færri en í síðustu viku. Einn smáskjálfti mældist við Heklu um M1,2 að stærð.

Reykjanesskagi

Rúmlega 10 jarðskálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, nokkuð færri en í vikunni á undan. Stærsti skjálftinn var M2,9 að stærð um 9 km S af Helgafelli við Hafnafjörð þann 17. nóvember. Tveir skjálftar urðu við Kleifarvatn, sá stærri um M1,9 að stærð. Tæplega 220 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, í hrinu sem hófst um hádegi laugardaginn 16. nóvember. Stærsti skjálftinn var M4,5 að stærð kl. 13:17. Var hann jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á landinu. Hann fannst víða um Reykjanesskagann, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. Um 30 skjálftar stærri en M3,0 að stærð urðu sama dag en daginn eftir tók að draga úr hrinunni.

Norðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Stærsti skjálftinn var rúmlega 2,0 að stærð í Öxarfirði. Tveir smáskjálftar mældust við Kröflu, einn austur af Mývatni og tveir við Þeistareyki.

Hálendið

Rúmlega 800 jarðskjálftar mældust norður af Vatnajökli í vikunni, rúmlega 700 þeirra tilheyra jarðskjálftahrinunni við Öskju. Stærsti skjálfti hrinunnar í vikunni var M3,14 að stærð þann 13. nóvember kl. 07:30. Einnig mældust um 15 skjálftar austan við Kollóttudyngju, sá stærsti var M2,9 að stærð þann 15. nóvember kl. 07:46:40. Nokkrir smáskjálftar mældust við Herðubreið. Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, sipaður fjöldi og í fyrri viku. Ellefu skjálftar mældust í Bárðarbungu, svipaður fjöldi og í síðustu viku, sá stærsti M2,7 að stærð. Rúmlega 10 jarðskjálftar mældust ASA af Bárðarbungu á 13-24 km dýpi, stærsti M1,8 að stærð. Tæplega 5 skjálftar mældust á Lokahrygg og fimm skjálftar mældust undir Dyngjujökli. Tæplega 10 skjálftar mældust einnig við Grímsvötn, stærsti 1,5 að stærð. Enginn skjálfti mældist í Öræfajökli í vikunni en fjórir skjálftar mældust rétt NV við Esjufjöll/Mávabyggðir. Þrír jarðskjálftar mældust við Kverkfjöll. Þrír skjálftar mældust rétt SA við Langjökul og Jarlhettur, sá stærsti 2,8 að stærð og einn skjálfti mældist í miðjum Hofsjökli og var hann tæplega M2,8 að stærð þann 17. nóvember.

Mýrdalsjökull

Fjórir jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, sami fjöldi og í síðustu viku, og voru þrír þeirra innan öskjunnar. Allir voru af stærð M0,6 eða minni. Einn smáskjálfti varð í suðurhlíðum Eyjafjallajökuls og einn á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt