Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200106 - 20200112, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Um 75 jarðskjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu í vikunni, töluvert fleiri en í síðustu viku þegar þeir voru rúmlega 20 talsins. Þar af voru um 55 talsins staðsettir í nágrenni við Hveragerði í kjölfar stærsta skjálfta vikunnar sem mældist 3,9 að stærð þann 10. janúar kl.13:10. Skjálftans varð vart víðsvegar um Suðurlandið. Tólf skjálftar voru staðsettir vestan við Hestvatn, sá stærsti 2,5 að stærð þann 11. janúar kl. 17:20. Við Nesjavelli mældust þrír smáskjálftar. Þá var stakur skjálfti, 0,8 að stærð, staðsettur í Rauðafossafjöllum vestan við Heklu þann 10. janúar. Enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Reykjanesskagi

Fimmtán skjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, töluvert færri en vikuna á undan þegar að þeir voru rúmlega 40 talsins. Stærstu skjálftarnir voru rétt undir 2.0 að stærð að kvöldi 12. janúar um kílómeter norðvestur af Sýrfelli. Stakur smáskjálfti var staðsettur vestan við Fagradalsfjall 9. janúar og þrír skjálftar mældust á Núphlíðarháls, allir um 1,0 að stærð. Þá voru þrír skjálftar, allir undir 1,0 að stærð, staðsettir við Vífilsfell. Enginn skjálfti mældist út á Reykjaneshrygg í vikunni.

Norðurland

Rúmlega tuttugu jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, um helmingi fleiri en í síðustu viku. Meirihluti skjálftanna, um 15, raðaði sér á Grímseyjarbeltið og mældust stærstu skjálftarnir um 2,0 að stærð. Þrír skjálftar voru staðsettir í Eyjarfjarðarál, stærstur var 1,4 að stærð um 35 km norðvestur af Gjögurtá. Þrír smáskjálftar mældust við Kröflu, stærstur var 1,7 að stærð að morgni 7. janúar. Við Þeistareyki voru þrír jarðskjálftar staðsettir, allir undir 1,0 að stærð. Um fjóra km suðaustur af Búrfelli var stakur smáskjálfti mældur og í Hraunártungum í Eyjafjarðardal voru tveir skjálftar af stærð 1,5 og 1,7 mældir þann 8. janúar kl. 19:38

Hálendið

Við Öskju voru átján jarðskjálftar staðsettir í vikunni og var virknin mest á austurbrún öskjunnar þar sem að stærsti skjálftinn mældist 1,7 að stærð þann 7. janúar. Vestan við Herðubreið voru rúmlega 170 jarðskjálftar mældir í hrinu sem að hófst 8. janúar og mældist stærsti skjálftinn 2,2 að stærð kl.11:14 þann 8. janúar. Stóð hún yfir í um tvo sólahringa. Enginn skjálfti mældist í nágrenni við Langjökul. Sautján jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, töluvert færri samanborið við síðustu vikur. Í Bárðarbunguöskjunni urðu tveir smáskjálftar, ásamt öðrum rétt norðan við öskjuna og voru þeir allir undir 1,0 að stærð. Þeir voru mun færri en vikuna á undan þegar að þeir voru yfir 20 talsins. Í bergganginum sem liggur að Holuhrauni voru fimm smáskjálftar staðsettir, þar af þrír þar sem að hann beygjir til norðurs og tveir undir Dyngjujökli. Stakur smáskjálfti var mældur í Kverkfjöllum 6. janúar. Við Skaftárkatlana voru fjórir jarðskjálftar staðsettir, stærstur mældist 1,5 að stærð þann 10. janúar. Rétt suðaustan við Grímsvötn mældust tveir skjálftar, báðir undir 1,5 að stærð og var virknin einnig mun minni en vikuna á undan þegar að þeir mældust þrettán talsins. Norðan við Skaftafellsfjöll mældist smáskjálfti og annar stakur skjálfti, af stærð 1,9, var staðsettur við Þórðarhyrnu þann 6. janúar. Enginn jarðskjálfti mældist í Öræfajökli í liðinni viku.

Mýrdalsjökull

Í Kötluöskjunni voru þrettán jarðskjálftar staðsettir í síðustu viku, um helmingi fleiri en vikuna á undan. Skjálfti af stærð 3,0 var staðsettur í austurbrún öskjunnar þann 10. janúar og var hann jafnframt nærst stæðsti skjálfti vikunnar á landinu.

Jarðvakt