Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200203 - 20200209, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 700 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, talsvert færri en vikuna áður þegar að þeir voru um 1300 talsins. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,7 að stærð þann 9. febrúar, rétt vestan við Hengilinn. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins. Áfram mælist smáskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur, en þar mældust tæplega 400 skjálftar í vikunni. Um 15 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og einn í Heklu.

Suðurland

Tæplega 80 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn var 3,7 að stærð, þann 9. febrúar kl. 07:24 rétt vestan við Húsmúla í Henglinum. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins. Smærri eftirskjálftar mældust í kjölfarið, og um tugur skjálftar til viðbótar mældust á Hngilssvæðinu í vikunni. Einnig mældist um tugur skjálfta í Ölfusinu. Um 25 skjálftar mældust í nágrenni bæjarins Akbrautar við Þjórsá. Allir voru þeir undir 2,0 að stærð. Aðrir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotabeltið. Einn smáskjálfti mældist í Heklu.

Reykjanesskagi

Rúmlega 420 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku, flestir í n¿renni Grindavíkur en þar hefur smáskjálftavirkni verið viðvarandi. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð, þann 7. febrúar. Rúmlega tugur skjálfta mældist í nágrenni Krýsuvíkur og Kleifarvatns. Einnig mældust nokkrir skjálftar í Langahrygg. Fjórir skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg, og var sá stærsti 2,9 að stærð þann 8. febrúar.

Norðurland

Tæplega 80 skjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, flestir á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist 2,8 að stærð þann 6. febrúar, rétt norðaustan við Flatey á Skjálfanda. Um fimm skjálftar mældust við Þeistareyki og tæplega tugur skjálfta við Kröflu. Nokkrir skjálftar mældust langt úti á Kolbeinseyjarhrygg.

Hálendið

Tæplega 50 skjálftar mældust norðan Vatnajökuls í liðinni viku, allir undir 2 að stærð. Tæplega 30 skjálftar mældust í og við Öskju og tæplega 20 skjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Tæplega 40 skjálftar mældust undir Vatnajökli, allir af stærð 2,0 eða minni. Sex smáskjálftar mældust í Bárðarbungu og um tugur skjálfta í ganginum undir Dyngjujökli. Rúmlega tugur skjálfta mældust á Lokahrygg og nokkrum færri í Grímsvötnum. Nokkrir skjálftar mældust í Síðujökli. Þrír skjálftar mældust vestan í Langjökli í vikunni, sá stærsti var 2,6 að stærð. Um fimm skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, og var sá stærsti 2,9 að stærð þann 3. febrúar.

Mýrdalsjökull

Um 15 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku, flestir innan Kötluöskjunnar og var sá stærsti 2,5 að stærð þann 6. febrúar kl. 21:35.

Jarðvakt