Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200210 - 20200216, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, færri en vikuna áður þegar að þeir voru um 700 talsins. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,6 að stærð að morgni 15. febrúar í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Jarðskjálftavirkni við Þorbjörn hélt áfram og voru um 260 skjálftar staðsettir í vikunni, þeir stærstu 3,2 og 3,1 að stærð og fundust þeir í nágrenninu. Að morgni 15. febrúar hófst jarðskjálftahrina á Reykjanestá þar sem að rúmlega 70 skjálftar mældust á tveimur sólahringum og um 25 smáskjálftar voru staðsettir 10 km ANA af Grímsey í liðinni viku.

Suðurland

Um 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, helmingi færri en vikuna á undan. Í Henglinum mældust tæplega 30 skjálftar, annarsvegar vestur af Húsmúla og hinsvegar við Selfjall norður af Hveragerði. Fjórir jarðskjálftar mældust suðvestan við Haukadal, sá stærsti 2,7 að stærð þann 11. febrúar. Aðrir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotarbeltið. Enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Reykjanesskagi

Um 350 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku, færri en vikuna á undan þegar að þeir voru rúmlega 420 talsins. Áframhaldandi virkni mældist við Grindavík, þar sem að 260 skjálftar voru staðsettir og voru stæðstu skjálftanir 3,2 og 3,1 að stærð dagana 11. og 14. febrúar, þeim varð vart í nágrenninu. Þá hófst jarðskjálftahrina á Reykjanestá þann 15. febrúar þar sem að rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á tveimur sólahringum og voru þeir allir undir 3,0 að stærð. Í Fagradalsfjalli mældust þrír smáskjálftar og einnig við Kleifarvatn. Við Bláfjöll voru fjórir jarðskjálftar staðsettir, allir undir 1,0 að stærð. Stakur skjálfti mældist út á Reykjaneshrygg þann 10. febrúar og mældist hann 2,3 að stærð.

Norðurland

Um 50 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni og voru þeir flestir staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu, þar af um 25 skjálftar 10 km ANA af Grímsey og voru þeir allir undir 3,0 að stærð. Í Eyjafjarðardjúpi mældust tveir skjálftar, báðir undir 2,0 að stærð og vestan við Flatey í Skjálfanda mældust fimm skjálftar, sá stærsti 1,8 að stærð þann 16. febrúar. Sitthvor smáskjálftinn mældist við Búrfell og Bæjarfjall og tveir við Kröflu.

Hálendið

Austan við Öskju mældust um fimmtán jarðskjálfar í liðinni viku, sá stærsti 1,8 að stærð. Við Herðubreið og Herðurbreiðartögl mældust sautján skjálftar og voru þeir allir undir 1,5 að stærð. Undir Vatnajökli mældust um tuttugu skjálftar, helmingi færri en vikuna á undan. Í Bárðarbunguöskjunni mældust fimm jarðskjáftar, sá stærsti 3,6 að stærð þann 15. febrúar kl. 05:57 og var hann jafnframt stærsti skjálfti vikunar. Enginn skjálfti mældist í bergganginum. Á Lokahrygg mældust fjórir smáskjálftar, töluvert færri en vikuna á undan þegar að þeir voru um tuttugu talsins, og voru þeir allir undir 1,0 að stærð. Sex jarðskjálftar, allir undir 1,5 að stærð, mældust við Grímsvötn. Þá var sitthvor smáskjálftinn staðsettur í Síðujökli og við Vött. Enginn skjálfti mældist við Langjökul í liðinni viku.

Mýrdalsjökull

Átta jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni í vikunni, sá stærsi 2,2 að stærð þann 15. febrúar og fimm smáskjálftar mældust á víð og dreif um Torfajökulssvæðið.

Jarðvakt