Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200217 - 20200223, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Tæplega 10 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, umtalsvert færri en vikuna á undan þegar um 40 skjálftar mældust. Einn skjálfti mældist við Vatnafjöll en aðrir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotabeltið. Hvorki mældist skjálfti í Heklu né Henglinum í vikunni.

Reykjanesskagi

Rúmlega 460 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku, fleiri en vikuna á undan þegar að þeir voru rúmlega 350 talsins. Verulega dró úr virkni við Grindavík, þar sem um 100 skjálftar voru staðsettir meira en helmingi færri en í fyrri viku. Allir voru þeir undir M2,0 að stærð. Jarðskjálftahrinan á Reykjanestá hélt áfram og þar var virknin mest, en um 450 skjálftar mældust þar í vikunni og þar var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar, M3,1 að stærð þann 22. febrúar. Við Fagradalsfjall mældust sex smáskjálftar, tveir við Kleifarvatn og einnig í Krýsuvík. Fjórir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, sá stærsti M2,9 þann 21. febrúar.

Norðurland

Tæplega 300 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni og voru þeir flestir staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu, en þann 20. febrúar hófst jarðskjálftahrina á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu við Gjögurtá. Allir skjáftarnir voru undir M3,0 að stærð. Fimm smáskjálftar mældust austan við Grímsey og tæplega 10 smáskjálftar mældust í Öxarfirði. Fjórir smáskjálftar mældust við Bæjarfjall og þrír við Kröflu.

Hálendið

Rúmlega 40 skjálftar mældust norðan Vatnajökuls í vikunni, flestir í og við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Um 10 smáskjálftar mældust í og norðan við Öskju. Undir Vatnajökli mældust tæplega 40 skjálftar, nokkuð fleiri en vikuna á undan. Í Bárðarbunguöskjunni mældust níu jarðskjáftar, sá stærsti 2,5 að stærð þann 20. febrúar. Þrír skjálftar mældust í bergganginum og tveir á djúpa svæðinu austan við Bárðarbungu. Tveir jarðskjálftar mældust í austanverðum Dyngjujökli og einn í Kverkfjöllum. Á Lokahrygg mældust fjórir smáskjálftar. Rúmlega 10 jarðskjálftar, allir undir 2, að stærð, mældust við Grímsvötn. Þá var sitthvor smáskjálftinn staðsettur í Öræfajökli og í Skaftafellsfjöllum. Þrír skjálftar mældust við Langjökul í liðinni viku, sá stærsti M2,0 að stærð

Mýrdalsjökull

Þrettán jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni í vikunni, fimm fleiri en í fyrri viku. Allir voru þeir undir M2,0 að stærð. Enginn skjálfti mældist við Torfajökul.

Jarðvakt