Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200224 - 20200301, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Um 55 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, fleiri en vikuna á undan þegar að þeir voru tæplega tíu talsins. Ellefu skjálftar mældust í Henglinum, en í síðustu viku mældist enginn skjálfti þar á svæðinu. Flestir voru staðsettir í grennd við Nesjavelli en stærsti skjálftinn var 1,9 að stærð þann 1. mars og var staðsettur við borholur í Hverahlíð á Hellisheiði. Þrettán smáskjálftar mældust vestan við Bjólfell, fjórtan skjálftar um 7 km A af Selfossi, sex við Ölfus og aðrir skjálftar dreifðist um Suðurlandsbrotabeltið. Þá mældist stakur skjálfti, 2,0 að stærð, þann 27. febrúar við Hestöldu og enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Reykjanesskagi

Um 360 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku, færri en vikuna á undan þegar að þeir voru rúmlega 460 talsins. Á Reykjanestá mældust 260 skjálftar og var stærsti skjálftinn 2,6 að stærð þann 25. febrúar, en um 100 fleiri skjálftar mældust á svæðinu vikuna á undan. Áfram hélt að draga úr virkni við Grindavík en í vikunni mældust tæplega 50 skjálftar, helmingi færri en vikuna á undan. Þann 1. mars hófst smáhrina við Kleifarvatn, þar sem að um 30 jarðskjálftar mældust síðasta sólahring vikunnar. Aðrir jarðskjálftar voru staðsettir við Fagradalsfjall og í grennd við Trölladyngju. Út á Reykjaneshrygg mældust um 25 jarðskjálftar, stærsti 2,6 að stærð.

Norðurland

Tæplega 200 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, um 100 færri en vikuna á undan. Verulega dró úr virkni við Gjörgurtá, þar sem að jarðskjálftahrina hófst 20. febrúar. Þrettán jarðskjálftar mældust um 6 km NA af Grímsey og voru þeir allir undir 2,0 að stærð. Tveir skjálftar, af stærð 3,0 og 2,8, mældust um 170 km norður á Kolbeinseyjarhrygg og voru þeir jafnframt stærstu skjálftar vikunnar. Þá mældist stakur skjálfti, 1,6 að stærð, í Skagafirði. Aðrir skjálftar norður af landi voru staðsettir á Tjörnesbrotarbeltinu og voru þeir allir undir 2,0 að stærð. Fjórir smáskjálftar mældust vestan við Bæjarfjall og sex við Kröflu.

Hálendið

Þrettán smáskjálftar mældust við Öskju, tveir við Hrúthálsa og sextán við Herðubreið. Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni og var virknin svipuð og vikuna á undan. Í Bárðarbungu mældust sjö jarðskjálftar, stærsti var 2,0 að stærð þann 29. febrúar. Í bergganginum mældust þrír skjálftar á djúpa svæðinu þar sem að hann beygir til norðurs og sjö undir Dyngjujökli. Við Kverkfjöll mældust fjórir smáskjálftar. Á Lokahrygg mældust sex skjálftar, allir undir 2,0 að stærð. Sjö smáskjálftar voru svo staðsettir í grennd við Grímsvötn og þrír í Öræfajökli. Stakur smáskjálfti mældist í Esjufjöllum og annar vestan við Þórisjökul.

Mýrdalsjökull

Sextán jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni í vikunni, fleiri en í fyrri viku þegar að þeir voru þrettán talsins. Allir voru þeir undir 1,5 að stærð. Stakur skjálfti af stærð 1,2 mældist rétt austan við Steinholtsjökul. Fjórir jarðskjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu og var stærsti 2,5 að stærð en þar mældist enginn skjálfti vikuna á undan.

Jarðvakt