| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20200316 - 20200322, vika 12

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Suðurland
Tæplega 50 jarðskjálftar voru staðsettir á suðurlandinu í vikunni, þar af 36 á Hengilssvæðinu, eða mest megnis við Nesjavelli þar sem smáhrina hefu verið í gangi frá því 15. mars. Skjálfti af stærð M2,3 mældist í Þrengslunum þann 22. mars. Einn skjálfti var í grennd við Heklu, M0,6 að stærð þann 18. mars. Rólegt var á Suðulandsundirlendinu.
Reykjanesskagi
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum undanfarnar vikur. Klukkan 10:32, þann 18 mars varð jarðskjálfti af stærð M4,2 um 5km NV af Gunnuhver. Skjálftinn fannst víða um suðvesturhornið. Um 1000 skjálftar mældust út vikuna á þessu svæði. Mesta virknin var þann 19. mars, um 700 skjálftar. Úr því fór að draga verulega úr hrinunni.
Smá hrina var þann 20. mars við Kleifarvatn, þar sem skjálfti af stærð M3,0 átti sér stað.
Norðurland
Um 30 skjálftar mældust á norðurlandinu í vikunni, þar af um 20 á Tjörnesbrotabeltinu. Felstir skjálftarnir voru á Grímeyjarbeltinu, allir um og innan við tvö stig. Sex skjálftar voru við Kröflu.
Hálendið
Um 80 jarðskjálftar mældust í þessari viku um hálendið. Í Vatnajökli mældust um 35 skjálftar. Sex skjálftar voru undir Bárðarbungu, stærsti 1,7 að stærð. Í bergganginum, sem liggur að Holuhrauni, mældust 10 skjálftar, stærsti var M2,0 að stærð. Átta skjálftar mældust á svæðinu austur af Bárðarbungu, þar sem mælast gjarnan djúpir skjálftar. Fjórir skjálftar mældust við Grímsvötn í vikunni. Allir innan við tvö stig. Fáeinir litlir skjálftar voru á Lokahrygg, en enginn skjálfti mældist í Öræfajökli. Ellefu smáskjálftar mældust við Öskju og er það svipaður fjöldi og vikuna á undan. Um 30 jarðskjálftar voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl, mun minna en vikuna á undan þegar um 200 jarðskjálftar voru mældir á þessu svæði. Allir skjálftarnir voru innan við 2 stig á stærð.
Mýrdalsjökull
Einn skjálfti mældist í Kötlu öskjunni, M1,8 að stærð.
Tveir skjálftar voru í Torfajökulsöskjunni. Stærri skjálftinn var 16. mars kl. 06:36, 2,3 að stærð en hinn var smáskjálfti.
Jarðvakt