| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20200330 - 20200405, vika 14

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega 1100 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, álíka margir og í síðustu viku þegar 1200 jarðskjálftar voru staðsettir. Enn er mikil virkni á Reykjanesskaga eftir að jarðskjálftahrina hófst þar þann 12. mars, en virkni hefur verið viðvarandi þar á árinu. Um 780 jarðskjálftar mældust þar í vikunni, þar af einn 3,1 að stærð, NNA af Grindavík. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,3 að stærð þann 04. apríl kl. 13:27, á Reykjaneshrygg. Engar tilkynningar bárust Veðurstofunni um að þessi hafi fundist í byggð.
Þrír smáskjálftar mældust í Heklu.
Suðurland
Fremur rólegt var á Suðurlandi í vikunni, en 15 smáskjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, helmingi fleiri en í síðustu viku þegar 8 skjálftar mældust. Skjálftarnir voru flestir undir einum að stærð og voru dreifðir um beltið. Fjórir smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Þrír smáskjálftar mældust við Heklu.
Reykjanesskagi
Um 780 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, en í vikunni á undan mældust þar 790 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 3,1 að stærð þann 01. apríl kl. 05:43 rúmlega 2 km NNA af Grindavík. Engar tilkynningar bárust Veðurstofunni um að þessi hafi fundist í byggð.
Tveir aðrir skjálftar yfir 3 að stærð mældust á svipuðu svæði. Langflestir skjálftarnir mældust umhverfis fjallið Þorbjörn þar sem landris hefur verið að undanförnu. Um 20 skjálftar mældust nærri Kleifarvatni, sá stærsti 1,5 að stærð. Aðrir skjálftar voru dreifðir um skagann.
Um 35 jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 3,3 að stærð þann 04. apríl kl. 13:27.
Þessi var jafnframt stærsti skjálfta vikunnar. Engar tilkynningar bárust Veðurstofunni um að hann hafi fundist í byggð.
Norðurland
Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, nokkuð færri en í vikunni á undan þegar 90 skjálftar mældust þar. Flestir skjálftarnir mældust í Öxarfirði, allir minni en 1,8 að stærð. Annars voru nokkrir skjálftar austur af Grímsey og nokkrir norður af Eyjafirði.
Skjálfti 2,4 að stærð varð NA af Flatey, 31. mars
Um 15 jarðskjálftar mældust inni á Norðurlandi, þar af fimm smáskjálftar við Kröflu og sjö við Bæjarfjall.
Hálendið
Um 120 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni. Rúimlega 50 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli, nokkuð færri en í síðustu viku þegar þeir voru um 60. Tæplega 10 skjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti 1,6 að stærð. Um 15 skjálftar mældust í bergganginum sem liggur að Holuhrauni, þar af voru um tíu á djúpa svæðinu suðaustur af Bárðarbungu þar sem gangurinn beygir til norðausturs. Þrír smáskjálfta mældust í Grímsvötnum, sex mældust við Hamarinn og sjö mældust í Öræfajökli. Einn skjálfti 1,2 að stærð mældist við Langjökull.
Tæplega 90 jarðskjálftar mældust fyrir norðan Vatnajökul. 35 skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 2,5 að stærð, rúmlega 20 smáskjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl og 20 við Dyngjufjöll Ytri, sá stærsti 2,8 að stærð.
Mýrdalsjökull
Fimm jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti 1,3 að stærð. Enginn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli. Sjö smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.
Jarðvakt