| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20200427 - 20200503, vika 18

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega 520 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar varð skammt norðvestan við Grindavík, þann 1. maí kl. 18:48, 2,7 að stærð. Hann fannst í Grindavík. Enn dregur úr virkninni við Grindavík. Í þessari viku voru staðsettir 120 jarðskjálftar en 190 í síðustu viku. Enginn skjálfti mældist við Bárðarbungu.
Suðurland
Fimmtán litlir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og nokkrir í Ölfusti. Tæplega 20 jarðskjálftar urðu á Suðurlandsundirlendinu, allir innan við tvö stig.
Reykjanesskagi
Enn dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Um 230 jarðskjálftar mældust þar í vikunni, 20 færri en í liðinni viku. Tæplega 120 skjálftar mældust á svæðinu við Grindavík, miðað við 190 í síðustu viku. Stærsti skjálftinn var skammt norðvestan við Grindavík þann 1. maí kl. 18:48, 2,7 að stærð og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Tilkynning barst um að hann hefði fundist í Grindavík. Á þriðja tug skjálfta mældist vestar á Reykjanesskaganum og á annan tug úti fyrir Reykjanestá.
Rólegt var á Reykjaneshrygg. Þann 3. maí kl. 19:15 hófst smáhrina við Fagradaslfjall. Hún stóð í tæpa klukkustund og á þeim tíma mældust um 40 skjálftar. Stærsti skjálftinn var tæp tvö stig, flestir aðrir voru innan við eitt stig. Nokkrir skjálftar mældust við Krýsuvík og Kleifarvatn. Fáeinir smáskjálftar voru staðsettir í Bennisteins- og Bláfjöllum.
Norðurland
Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í vikunni, heldur færri en í síðustu viku þegar þeir voru hátt í 90. Mesta virknin var á Grímseyjarbeltinu, rúmlega 30. Aðrir voru vestar á svæðinu. Stærsti skjálftinn var 28. apríl kl. 18.05 á Skjálfanda, 2,4 að stærð.
Hálendið
Um 70 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, 10 færri en í liðinni viku. Enginn skjálfti var staðsettur við Bárðarbungu í þessari viku en rúmlega 20 í þeirri síðustu. Skammt austan við Bárðarbungu voru staðsettir hátt í 40 djúpir skjálftar (16-20 km dýpi) allir litlir. Þetta er heldur meiri virkni en vikuna á undan þegar þeir voru 13. Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir í bergganginum undir Dyngjujökli. Rúmlega 10 smáskjálftar mældust á Lokahrygg, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Tæplega 10 smáskjálftar voru við Grímsvötn og er það einnig svipaður fjöldi og í fyrri viku. Tveir smáskjálftar voru staðsettir í Öræfajökli, fjórum færri en í síðustu viku.
Við Öskju voru staðsettir hátt í 40 smáskjálftar (20 í síðustu viku) og álíka margir við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Rúmlega 10 skjálftar voru í nágrenni Dyngjufjalla ytri, stærsti var 30. apríl kl. 17:59, 2,4 að stærð.
Fáeinir skjálftar urðu skammt suður af Kjalfelli á Kili, stærsti 2. maí kl. 23:01, 2,4 að stærð.
Mýrdalsjökull
Um 10 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, flestir innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn varð 27. apríl kl. 15:26, 1,6 að stærð og var hann syðst í öskjunni. Enginn skjálfti var á Torfajökulssvæðinu.
Jarðvakt