Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200511 - 20200517, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 490 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, mun færri en í síðustu viku þegar rúmlega 670 jarðskjálftar voru staðsettir. Munar þar mestu um minni virkni á Reykjanesi og Hálendinu, en virknin heldur þó áfram á Reykjanesi þar sem rúmlega 200 jarðskjálftar mældust í vikunni, flestir við Reykjanestá líkt og í síðustu viku. Heldur meiri virkni var á Norðurlandi og undir Mýrdalsjökli en í síðustu viku. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,7 að stærð í Öxarfirði þann 12. maí kl 7:09. Engar tilkynningar bárust um að hann hafi fundist í byggð. Sex jarðskjálftar mældust í Grímsvötnum, sá stærsti 2,3 að stærð og stakur smáskjálfti mældist í Heklu.

Suðurland

Rúmlega 20 jarðskjálftar voru staðsettir vítt og breitt á Suðurlandsbrotabeltinu í vikunni, sá stærsti 1,3 að stærð. Er þetta mun minni virkni en í síðustu viku þegar tæplega 50 jarðskjálftar mældust. Fjórir smáskjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu. Stakur smáskjálfti mældist í Heklu.

Reykjanesskagi

Heldur hefur dregið úr virkni á Reykjanesskaga síðustu vikur, en rúmlega 200 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, mun færri en í vikunni á undan þegar um 350 jarðskjálftar mældust þar. Af þeim voru um 40 við Fagradalsfjall, rúmlega 30 við Grindavík og rúmlega 90 við Reykjanestá. Stærsti skjálftinn á svæðinu var 2,0 að stærð við Reykjanestá 15. maí kl 18:35. Aðrir skjálftar dreifðust um skagann.

Norðurland

Um 50 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í vikunni, aðeins fleiri en í síðustu viku þegar um 40 jarðskjálftar mældust. Af þeim mældust tæplega 40 á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 2,7 að stærð í Öxarfirði 12. maí kl 7:09. Var hann jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Fjórir smáskjálftar mældust við Bæjarfjall, fimm við Kröflu og sex norðaustur af Búrfelli.

Hálendið

Rúmlega 130 jarðskjálftar mældust á Hálendinu í vikunni, mun færri en í síðustu viku þegar tæplega 200 skjálftar mældust. Tæplega 80 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli, fleiri en í síðustu viku þegar þeir voru um 60. Rúmlega tugur skjálfta mældist í Bárðarbungu í vikunni, allir undir einum að stærð. Rúmlega 20 djúpir skjálftar mældust á svæði suðaustur af Bárðarbungu öskjunni þar sem oft mælast djúpir jarðskjálftar og berggangurinn beygir til norðausturs. Tæplega tugur smáskjálfta mældist í bergganginum að auki. Tæplega tugur smáskjálfta mældist í Kverkfjöllum, sá stærsti 1,3 að stærð. Sex jarðskjálftar mældust í Grímsvötnum, sá stærsti 2,3 að stærð. Tæplega tugur skjálfta mældist við Hamarinn, sá stærsti 1,7 að stærð og sex skjálftar mældust við Skaftárkatlana. Skakur smáskjálfti mældist við Þórðarhyrnu og einn í Esjufjöllum. Sjö smáskjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni.

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust norðan Vatnajökuls. Af þeim mældust tæplega 20 við Öskju og um 30 við Herðubreið og Herðubeiðartögl.

Einn skjálfti mældist í Geitlandsjökli, einn í Þórisjökli og einn við Kjölveg á milli Langjökuls og Hofsjökuls.

Mýrdalsjökull

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, heldur fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega 20 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð í Kötluöskjunni 15. maí kl 12:28. Um tugur skjálfta mældist í Kötlujökli en restin í og við öskjuna sjálfa.

Rúmlega 20 jarðskjálftar mældust í Torfajökli, langflestir þann 15. maí og var stærsti skjálftinn 2,1 að stærð.

Jarðvakt