| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20200615 - 20200621, vika 25

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 4200 jarðskjálftar voru staðsettir af sjálfvirku mælakerfi veðurstofunnar í viku 25. Þegar þetta er skrifað var búið að staðsetja rúmlega 1000 þeirra. Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar hófst föstudaginn 19. júní, í vikunni mældust yfir 3300 skjálftar þar, þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið 21 júní kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Hinir tveir skjálftarnir yfir 5 að stærð mældust á laugardaginn 20. júní, sá stærri af stærð 5,6, kl. 19:26 og fyrr sama dag skjálfti af stærð 5,4 kl. 15:06, báðir þessir skjálftar mældust nær landi eða rúma 20 km NA af Siglufirði. Skjálftana varð vart í víða um land og fjölmargar tilkynningar bárust um alla þrjá skjálftanna. Talsverð skjálftavirkni var á Reykjanesskaga í vikunni þar sem 540 skjálftar voru staðsettir, stærsti skjálftinn mældist 2,9 að stærð um 5 km NNA af Reykjanestá og var það jafnframt stærsti skjálfti sem mældist utan hrinunar.
Suðurland
Tæplega 20 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, 6 í vaðnesi, 3 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, sá stærsti 2,4 að stærð í Reykjadal þann 16. júní. Einn smáskjálfti af stærð 0,1 mældist í Heklu þann 8. júní aðrir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotabeltið.
Reykjanesskagi
Tæplega 540 skjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 að stærð um 5 km NNA af Reykjanestá, norðan Sýrfells hans varð vart við Bláalónið og barst Veðurstofunni tilkynning þess efnis. Skjálfta virknin var dreifð um skagann tæpir 80 skjálftar Norðan Sýrfells, um 30 skjálftar rétt austar við Tjaldstaðagjá. Um 130 skjálftar mældust við Eldvörp, tveir þeirra um 2 að stærð. Við Grindavík og Þorbjörn mældust rúmlega 260 skjálftar, stærsti 2,4 að stærð við suðurhlíðar Þorbjarnar, 2 skjálftar mældust á Vigdísarvöllum sá stærri 1,9 að stærð, 1 skjálfti í Seltúni 2,2 að stærð. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi er áframhaldandi frá fyrri vikum og orsakast af kvikuinnskotum undir jarðskorpunni með miðju rétt vestan við fjallið Þorbjörn. Um 20 skjálftar voru staðsettir við Reykjanestá, sá stærsti um 2,2 að stærð.
Norðurland
arðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar hófst föstudaginn 19. júní, frá þeim tíma hafa mælst yfir 4000 skjálftar. Skjálftavirknin er á mótum Eyjafjarðaráls og Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið 21 maí kl. 19:07 af stærð 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði sunnarlega á Eyjafjarðarálnum það var siggengisskjálfti. Hinir tveir skjálftarnir yfir 5 að stærð mældust á laugardaginn 20. júní, sá stærri af stærð 5,6, kl. 19:26 og fyrr sama dag skjálfti af stærð 5,4 kl. 15:06, báðir þessir skjálftar mældust nær landi eða rúma 20 km NA af Siglufirði vestast á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og voru þeir sniðgengisskjálftar. Skjálftana varð vart í víða um land og fjölmargar tilkynningar bárust um alla þrjá skjálftanna frá fólki sem fann fyrir þeim allt frá Dalasýslu til Húsavíkur, ennig bárust tilkynningar lengra að frá Akranesi sem og frá Höfuðborgarsvæðinu. Ahrifin voru engu að síður mest næst skjálftunum og frá Hörgárdal bárus fregnir af hlutum sem féllu úr hillum.
Aður en hrinan hófst mældust tæpir 20 skjálftar á Grímseyjarbeltinu einn af þeim var 2,5 að stærð þann 18. júní.
Hálendið
Tæplega 45 skjálftar mældust á Hálendinu í vikunni heldur færri skjálftar en í vikunni á undan þegar rúmir 60 skjálftar voru staðsettir. Einn skjálfti var staðsettur norðan Kerlingafjalla, annar við Öskju, um 7 skjálftar við Herðubreiðartögl. 5 smáskjálftar mældust í Grímsvötnum í vikunni, stærsti um 1,7 að stærð. 3 skjálftar við Skaftárkatlana, 4 austan við Hamarinn þar á meðal stærsti skjálftinn á hálendinu í vinkunni af stærð 2,2. 5 í Bárðarbungu, tæpur tugur í Bergganginum austan við Bárðarbungu. Að lokum mældust 6 skjálftar í Öræfajökli stærsti um 0,5 að stærð.
Mýrdalsjökull
Þrír skjálftar voru staðsettir utan við Mýrdalsjökulsöskjuna, sá stærsti 1,0 að stærð. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu annar 1,5 að stærð hinn 1,3.
Náttúruvársérfræðingur á vakt