Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200713 - 20200719, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 2600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, nokkuð færri en vikuna á undan þegar um 3100 jarðskjálftar voru staðsettir. Ekki hefur unnist tími til að yfirfara alla skjálftana en um 760 jarðskjálftar eru yfirfarnir. Flestir skjálftarnir vikunnar voru á Reykjanesi í tveimur þyrpingum nærri Grindavík, önnur nærri Þorbirni og tengd landrisi og kvikuinnskotum sem þar hafa átt sér stað og hin í hrinu rétt norðan við Fagradalsfjall sem hófst að kvöldi 19. júlí. Einnig mældist töluverður fjöldi skjálfta í hrinunni við mynni Eyjafjarðar sem hófst þann 19. júní. Alls mældust um 700 skjálftar við Fagradalsfjall og einnig við mynni Eyjafjarðar og rúmlega 500 skjálftar nærri Þorbirni. Stærsti skjálfti vikunnar mældist við Fagradalsfjall 5,1 að stærð þann 19. júlí kl. 23:36 og allt austur til Víkur og norður í Borgarfjörð. Tíu skjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í vikunni, þar af þrír yfir 4 að stærð, og mældust þeir fyrir norðan, við Grindavík og tveir í Bárðarbungu. Fjórir smáskjálftar mældust við Heklu, allir um og undir 0.5 að stærð. Fjórir skjálftar mældust í Grímsvötnum þrír undir 1 að stærð og einn M1.2.

Suðurland

Um 20 skjálftar mældust á Suðurlandi, nokkru færri en í síðustu viku þegar 60 skjálftar mældust. Þeir voru flestir dreifðir um svæðið.

Reykjanesskagi

Tæplega 1600 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, af þeim eru 400 yfirfarnir. Stærsti skjálftinn var 5,1 að stærð við Fagradalsfjall, 10 km NA af Grindavík þann 19. júlí kl 23:36 og fannst hann víða á Suður- og Vesturlandi. Skjálftavirknin er nokkuð vel afmörkuð við tvær þyrpingar, önnur við Þorbjörn og hin við Fagradalsfjall þó einnig séu skjálftar við Kleifarvatn, Krýsuvík og nokkur virkni við Reykjanestá. Jarðskjálftavirknin við Þorbjörn er áframhaldandi frá fyrri vikum og orsakast af kvikuinnskotum undir jarðskorpunni með miðju rétt vestan við fjallið. Virkni við Fagradalsfjall virðist vera tengd jarðskorpuhreyfingum, en er líklega komið af stað sökum aukinnar spennu af völdum innskotavirkninnar. Um nokkrir jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, en ekki hefur náðst að fara vel yfir og greina á milli raunverulegra skjálfta á hryggnum eða skjálfta sem eiga að vera við Grindavík.

Norðurland

Jarðskjálftahrinan sem hófst við mynni Eyjafjarðar þann 19. júní var enn vel virk í vikunni, en dregið hefur úr henni. Um 700 jarðskálftar hafa mælst á svæðinu í vikunni og búið er að fara yfir um 230 af þeim. Flestir skjálftarnir eru vestast á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og á N/S-lægri sprungi við enda misgengisins. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,4 að stærð þann 19. júlí kl. 03:07 og fannst víða í byggð. Alls mældust þrír skjálftar voru yfir 3,0 að stærð, allir þann 19 júlí. Um 50 skjálftar mældust í Skjálfanda og tæplega 20 á Grímseyjarbrotabeltinu.

Hálendið

Tæplega 200 jarðskjálftar mældust á Hálendinu í vikunni, þar af tæplega 70 á Vatnajökli. Níu skjálftar mældust í og við öskju Bárðarbungu, sá stærsti 3,6 að stærð. Um 20 skjálftar mældust í ganginum út frá Bárðarbungu, þar af 7 á meira en 15km dýpi. Þrír skjálftar mældust við Grímsvötn, sá stærsti 1,9 að stærð, sex í Hamrinum og þrír við vestari Skaftárketil. Sex smáskjálftar mældust í Öræfajökli. Um 90 jarðskjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti 3,2 að stærð þann 10. júlí kl. 14:15. Tveir aðrir skjálftar að stærð 3,1 og 3, 0 mældust á sama svæði. Fimm skjálftar mældust í Langjökli, einn í Geitlandsjökli og einn um 5 km NA af Geitlandsjökli og þrír um 13km NA af Geitlandsjökli. Einn skjálfti mældist rétt ofan við Sultartangalón.

Mýrdalsjökull

Tæplega skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, níu fleiri en í síðustu viku. Skjálftarnir voru um flestir smáskjálftar, um og undir M1.1, en þrír voru stærri og sá stærsti M2.0. Flestir voru þeir innan við eða í kringum Kötluöskjuna. Tveir smáskjálftar mældust í Eyjafjallajökli. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt