Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200810 - 20200816, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 1660 jarðskjálftar mældust með sjálfvirka SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku og hafa um 1240 þeirra verið yfirfarnir. Jarðskjálftahrinan fyrir norðan land stendur enn yfir og voru um 840 skjálftar staðsettir þar í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,8 að stærð þann 10. ágúst, um 11 km. norðvestur af Gjögurtá. Einnig er enn talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem tæplega 300 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Um tugur skjálfta mældist í Mýrdalsjökli í vikunni, þrír í Öræfajökli og tveir í Grímsvötnum.

Suðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, allir undir 2 að stærð. Um tugur skjálfta mældist á Hengillsvæðinu en flestir aðrir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotabeltið. Þrír smáskjálftar mældust í Vatnafjöllum sunnan við Heklu.

Reykjanesskagi

Um 390 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku og hafa um 280 þeirra verið yfirfarnir. Stærsti skjálftinn á svæðinu var 2,4 að stærð þann 12. ágúst kl. 09:13, um 1,8 km. norðvestan við Þorbjörn. Hrina um 90 skjálfta mældist rétt suðvestan Kleifarvatns þann 10. ágúst og var stærsti skjálftinn þar 2,0 að stærð. Einnig mældust þyrpingar skjálfta austan og vestan Selsvallafjalls. Um 20 skjálftar mældust í Fagradalsfjalli og allnokkrir skjálftar mældust í nágrenni Grindavíkur og Þorbjarnar. Einn skjálfti mældist á Strandaheiði og einn á Reykjanesi. Aðeins einn smáskjálfti mældist á Reykjaneshrygg í vikunni.

Norðurland

Tæplega 1200 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, og hafa um 880 þeirra verið yfirfarnir. Flestir skjálftanna voru á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og í Eyjafjarðarál. Stærsti skjálftinn var 2,8 að stærð þann 10. ágúst kl. 05:02, um 11 km. norðvestur af Gjögurtá. Um 20 skjálftar mældust á Grímseyjarmisgenginu. Þrír skjálftar mældust í Kröflu og fimm við Þeistareyki.

Hálendið

Tæplega 30 skjálftar mældust á hálendinu í liðinni viku. Norðan Vatnajökuls mældust um 15 skjálftar, allir undir 2 að stærð. Virknin var aðallega bundin við nágrenni Öskju og Herðubreiðar. Undir Vatnajökli mældust um tugur skjálfta. Þrír djúpir skjálftar mældust austan við Bárðarbungu. Tveir skjálftar mældust í Grímsvötnum og þrír í Öræfajökli.

Tveir skjálftar mældust í vestanverðum Langjökli, rétt norðan Geitlandsjökuls, og einn skjálfti mældist vestan Þórisjökuls. Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Mýrdalsjökull

Um 10 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku og var sá stærsti 1,8 að stærð. Flestir skjálftanna mældust innan Kötluöskjunnar en tveir mældust í Goðalandsjökli.

Jarðvakt