Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200824 - 20200830, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 2900 jarðskjálftar mældust með sjálfvirka SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni og af þeim eru um 1250 yfirfarnir. Þetta eru mun fleiri skjálftar en í síðustu viku þegar um 1300 skjálftar mældust. Jarðskjálftahrinan fyrir norðan stendur þó enn yfir og mældust tæplega 500 skjálftar þar í vikunni. Virknin á Reykjanesskaga heldur einnig áfram og mældust yfir 2100 jarðskjálftar þar. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 26. ágúst kl. 16:15, 4,2 að stærð við Fagradalsfjall og fannst hann á stórum hluta af Suðvesturhorni landsins. Tveir skjálftar mældust í Grímsvötnum í vikunni, en rólegt var við Heklu.

Suðurland

Um 40 smáskjálftar, þar af 25 yfirfarnir mældust vítt og breitt um Suðurlandsbrotabeltið í vikunni, fleiri en í síðustu viku þegar um 20 skjálftar mældust. Rúmlega tíu smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Enginn skjálfti mældist við Heklu.

Reykjanesskagi

Yfir 2100 jarðskjálftar jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, mun fleiri en í síðustu viku þegar 300 jarðskjálftar mældust þar. Um 800 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Skjálftarnir dreifðust um skagann, en flestir voru við Fagradalsfjall og vestan við Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð, þann 26. ágúst kl. 16:15 um 10 km. NA af Grindavík og fannst hann á stórum hluta af Suðvesturhorninu. Þann 29. ágúst var skjálfti 3,6 að stærð vestur af Kleifarvatni, sem einnig fannst á Höfuðborgarsvæðinu. Tíu skjálftar, þar af fjórir yfirfarnir, mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,0 að stærð, þann 24. ágúst.

Norðurland

Um 500 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í vikunni, af þeim eru um 320 yfirfarnir. Þetta eru mun færri skjálftar en vikuna á undan þegar 900 skjálftar mældust. Flestir skjálftanna voru á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og í Eyjafjarðarál, eða tæplega 300 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð, þann 25. ágúst, 10 km NV af Gjögurtá. Um 10 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 1,4 að stærð. Fjórir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu og fjórir við Bæjarfjall.

Hálendið

Rúmlega 110 jarðskjálftar mældust á Hálendinu í vikunni, töluvert fleiri en í síðustu viku þegar 50 skjálftar mældust. Af þeim eru um 80 yfirfarnir. Tæplega 30 skjálftar mældust undir Vatnajökli, þeir stærstu voru 2,5 að stærð í Kverkjökli þann 24. ágúst og austur af Hamrinum 27. ágúst. Fjórir smáskjálftar mældust í Bárðarbungu og fimm í Öræfajökli. Tveir jarðskjálftar mældust í Grímsvötnum, sá stærsti 2,1 að stærð, þann 26. ágúst. Tæplega 15 smáskjálftar mældust við Öskju og um 25 við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Um tíu jarðskjálftar mældust við Geitlandsjökul, sá stærsti 2,2 að stærð, þann 28. ágúst. Einn smáskjálfti mældist við Þórisjökul.

Mýrdalsjökull

Fjórir skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, allir undir einum að stærð. Tíu skjálftar til viðbótar eru ekki yfirfarnir. Enginn skjálfti mældist í Torfajökli og fimm skjálftar eru ekki yfirfarnir við Eyjafjallajökul.

Jarðvakt