Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20200907 - 20200913, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 830 jarðskjálftar mældust með sjálfvirka SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Þetta eru heldur fleyri skjálftar en í síðustu viku þegar um 750 skjálftar mældust. Jarðskjálftahrinurnar á Reykjanesi og fyrir norðan land standa enn yfir en um 340 skjálftar mældust á Reykjanesskaga og aðrir 340 skjálftar voru staðsettir fyrir norðan land. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,3 að stærð 7. september við Krísuvík. Tilkynningar bárust um að skjálftar hefðu fundist meðal annars á Ólafsfirði 9. september og á Höfuðborgarsvæðinu 12. september. Tólf skjálftar mældust við Grímsvötn í viku 37.

Suðurland

Rúmir 40 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, stærsti mældist 1,8 að stærð þann 10. sept. Virknin var almennt dreifð um svæðið en 9 skjálftar mældust við Húsmúla og aðrir átta austar á Hengilssvæðinu. Enginn skjálfti mældist við Heklu.

Reykjanesskagi

Tæplega 340 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, heldur fleyri en í síðustu viku þegar 230 jarðskjálftar mældust þar. Skjálftar dreifðust eftir svæðum, um 60 þeirra voru við eða vestan við Kleifarvatn, tæpir 40 við Krísuvík, aðrir 150 á og við Vigdísarvelli, tæpir 30 við Fagradalsfjall og tæpir 40 við og norðan við Grindavík. Sex skjálftar mældust á landi við Reykjanestá en aðrir 4 voru staðsettir úti fyirr landi einnig í námunda við Reykjanestá. Stærsti skjálftinn á Reykjanesi mældist 3,3 að stærð þann 7. september við Krísuvík, þann dag á svipuðum stað mældist annar skjálfti af stærð 2,8. Annar skjálfti af stærð 3,0 mældist vestan við Kleifarvatn þann 12. sept. kl. 20:58 og bárust Veðurstofunni bárust tilkynningar um að sá skjálfti hefði fundist á Höfuðborgarsvæðinu.

Norðurland

Tæplega 360 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Allfkestir af þeim mældust 340 í yfirstandandi jarðskjálftahrinu norðvestan við Gjögurtá, stærsti skjálftinn mældist 3,0 að stærð, 9. september kl. 12:22, tilkynning barst að hann hefði fundist á Ólafsfirði. Utan hrinunar mældust 5 skjálftar í Öxarfirði, 2 austan við Grímsey, 3 norðan við Tjörnes, 2 við Þeistareyki, 2 við Kröflu.

Hálendið

Tæplega 80 jarðskjálftar mældust á Hálendinu í vikunni. Í Vatnajökli mældust 12 skjálftar við Grímsvötn, aðrir 12 í Bárðarbungu, 6 í bergganginum milli Bárðarbungu og Dyngjujökuls. Aðrir 6 við Eystri-Skaftárketilinn og tveir við Hamarinn og nokkrir dreifðir. Stærsti skjálftinn í vatnajökli mældist 2,5 að stærð 8. sept kl. 13:15 við Hamarinn. Annarstaðar á hálendinu mældist 1 skjálfti í langjökli vestan Skriðufells af stærð 1,4. 1 skjálfti austan við Sultartangalón. 9 skjálftar við Öskju, 1 í Ódáðahrauni og rúmur tugur við Herðubreiðartögl.

Mýrdalsjökull

Tugur skjálfta mældist undir Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti af stærð 1,2 aðrir voru minni og dreifðust þeir um öskjuna. Einn skjálfti 0,8 að stærð mældist á Torfajökulssvæðinu.

Nátturuvársérfræðingur á vakt