| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20201019 - 20201025, vika 43

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega 3700 skjálftar voru mældir með sjálfvirka SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni og þar af hefur þriðjungur skjálftana verið staðsettur handvirkt. Stærsti skjálfti vikunnar af stærð 5,6 mældist á Reykjanesskaga kl. 13:43 á þriðjudaginn 20. október, rétt vestan við Vigdísarvelli. Veðurstofunni bárust yfir 750 tilkynningar að fólk hefði fundið fyrir skjálftanum. Hann fannst í öllum bæjarfélögum á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu, norður á Ísafjörð og austur á Vík. Annarstaðar á landinu var fremur lítil virkni, heldur hefur dregið úr virkni fyrir norðan land en þar mældust um 140 skjálftar, 80 skjálftar mældust á Hálendinu.
Suðurland
Rúmlega 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni. Flestir þeirra eða um 40 voru staðsettir við Húsmúla, 5 á Hengilsvæðinu og 3 á Hellisheiði. Þar mældist stærsti skjálfti svæðisins 3,0 að stærð þann 20. október kl. 13:44. Tæpur tugur smáskjálfta mældist dreifður um suðurlandsbrotabeltið.
Reykjanesskagi
Mikil virkni var á Reykjanesskaga í vikunni. Þar mældist jarðskjálfti af stærð 5,6 kl. 13:43 þriðjudaginn 20. október, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni, rétt við Vigdísarvelli. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003.Veðurstofunni bárust yfir 750 tilkynningar að fólk hefði fundið fyrir skjálftanum. Hann fannst í öllum bæjarfélögum á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu, norður á Ísafjörð og austur á Vík. Rúmlega 3.300 eftirskjálftar voru mældir sjálfvirkt eftir stóra skjálftan og tveir þeirra mældust 4,0 að stærð um 5 km vestan við stóra skjáftan, í Meradalshlíðum, kl 15:27 og 15:32. 24 aðrir eftirskjálftar á svæðinu mældust yfir 3,0 að stærð, þar af 7 stærri en 3,5. Fjöldi tilkynninga barst Veðurstofu um að fók hefði fundið fyrir eftirskjálftum.
Norðurland
Við kröflu mældust 3 skjálftar, sá stærsti 1,8 að stærð. Í Flateyjardal mældist 1 skjálfti 1,9 að stærð.
Úti fyrir Norðurlandi í vikunni mældust um 140 skjalftar, aftur færri en vikunna á undan þegar um 360 skjálftar mældust. Um 30 skjálftar voru staðsettir austan Grímseyjar suðvestur í Öxarfjörð, á Grímseyjarbeltinu. Rúmir 15 skjálftar á Eyjafjarðarál. En flestir skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu þar sem virkni varð mest í 2 þyrpingum. Vestast á misgenginu um 20 km ANA af Siglufirði mældust um 45 skjáftar, rétt þar austar mældust tæplega 20 skjálftar og aðrir 30 skjálftar enn austar við Skjálfanda um 20km VNV af Húsavík, einn skjálfti þar mældist 2,2 að stærð, aðrir skjálftar á svæðinu voru minni en 2,0.
Hálendið
Rúmir 80 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, heldur færri en í vikunni á undan þegar 110 skjálftar mældust. Við Öskju mældist rúmur tugur skjálfta, sá stærsti 1,4 að stærð. Umhverfis Herðubreið mældust rúmir 2 tugir, stærsti 1,5 að stærð. Í Vatnajökli mældust 2 skjálftar við Grímsvötn, báðir 1,7 að stærð, sá fyrri þann 19. okt kl. 07:37 og sá síðari 25. okt kl. 22:55. 5 smáskjálftar voru staðsettir í Bárðabungu í vikunni allir undir 1,0 að stærð, ASA við Bárðarbungu mældust 9 smáskjálftar sá stærsti 1,6 að stærð. Aðrir 5 smáskjálftar mældust í Dyngjujökli. Við Skaftárkatlanna mældust 4 skjalftar, einn var af stærð 2,1 við Eystri Skaftárketilinn annar var af stærð 2,4 við vestari ketilinn, og reyndist það vera stærsti skjálfti vikunnar á Hálendinu. Aðeins 2 smáskjáftar undir 1,0 að stærð mældust í Öræfajökli í vikunni. Sunnan við Langjökull í Þórisjökli mældust tæpir 15 skjálftar, stærsti 2,1 að stærð þann 22. október. Sunnan Hagavatns við Langjökul mældust einnig 2 aðrir skjálftar sá stærri 1,2 að stærð.
Mýrdalsjökull
5 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti 1,4 að stærð við austur enda öskjunnar. 5 skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 2,0 að stærð 19 október um 4 km VSV af Landmannalaugum.
Náttúruvársérfræðingur á Jarðvakt