| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20201102 - 20201108, vika 45

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæpir 370 jarðskjálftar voru mældir með sjálfvirka SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, semsagt færri en vikuna á undan er þeir mældist um 520 talsins. Mest virkni var á Reykjnesskaga og úti fyrir norðurlandi. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 4. nóvember við rétt norðaustan við Herðubreið af stærð 2,8. Skjálftar af stærðum 2,6 og 2,5 vestan við Kleifarvatn fundust á Höfuðborgarsvæðinu 4. og 7. nóvember. Einn skjálfti af stærð 1,0 mældist við Grímsfjall í vikunni. Stutt jarðskjálftahrina rétt norðan við Hrísey sem hófst vikuna á undan fjaraði út þriðjudaginn 3. nóvember og voru staðsettir þar rúmlega 20 skjálftar í viku 45.
Suðurland
Tæpir 20 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni frekar dreifðir. Stæsti skjálftinn mældist af stærð 1,4 í við Reykjadal, aðrir skjálftar á Suðurlandi voru undir 1,0 að stærð.
Reykjanesskagi
Rúmlega 150 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaganum í liðinni viku. Það eru heldur færri skjálftar en í vikunni á undan þegar 270 skjálftar voru þar staðsettir. Skjálftarnir dreifðust mest frá Reykjanestá í vestri til Kleifarvatns í austri. Tveir skjálftar yfir 2,0 að stærð mældust í vikunni suðvestan og vestan við Sveifluháls, sá fyrri mældist 4. nóvember kl. 23:53 af stærð 2,6 og fannst hann í byggð og bárust Veðurstofu tilkynningar þess efnis frá Hafnarfirði og Reykjavík. Seinni skjálftin sem mældist stærri en 2,0 var rétt vestan við Sveifluháls um 2 km norðaustar en sá fyrr, hann mældist þann 7. nóvember kl. 11:10 og var af stærð 2,5. Hann fannst einnig í byggð en ein tilkynning barst frá Hafnarfirði.
Norðurland
Úti Norðurlandi mældust um 130 skjálftar, um 20 rétt norðan við Hrísey, allir litlir eða innan við 1,5 að stærð og flestir innan við 1 að stærð. Um 70 skjálftar mældust vestast á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu stærsti af stærð 2,3 þann 6. nóvember. Austar á misgenginu mældust 16 jarðskjálftar þar af 8 skjálftar rétt norðan við Gjögurtá. Á Grímseyjarbeltinu mældust tæpir 20 skjáltar, þar mældust tveir skjálftar 2,5 að stærð, um 10 km NNA við Grímsey. Einn skjálfti af stærð 0,3 mældist við Kröflu í vikunni.
Hálendið
Tæpir 50 jarðskjálftar voru staðsettir á Hálendinu í vikunni. Stærstu skjálftar vikunar á hálendinu mældust norðaustan við Herðubreið annar 2,8 að stærð og hinn 2,2 að stærð, þann 4 nóvember. En við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust rúmir tveir tugir skjálfta. Sjö sjálftar mældust við Öskju. Tæplega 20 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, einn við Grímsfjall 1,0 að stærð. Einn í Bárðarbungu af stærð 0,4, fimm í Bergganginum undir Dyngjujökli. Við Skaftárkatlana og Gjálp mældust 4 skjálftar sá stærsti af stærð 1,5 að stærð. Við Þórðarhyrnu mældist skjálfti 1,6 að stærð 6. nóvember. Á vestanverðu hálendinu mældist einn skjálfti í norðanverðum Geitlandsjökli 1,5 að stærð þann 7. nóvember, sama dag mældist skjálfti af stærð 1,3 við 7 km suðaustan við Skjaldbreið.
Mýrdalsjökull
Rúmur tugur skjálfta mældust innan Kötluöskjunnar í vikunni, sá stærsti 2,0 að stærð þann 2. nóvember í norðanverðri öskjunni. 3 smáskjálftar mældust við Kötlujökul og einn annar sunnan jökuls. Aðrir 4 skjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu.
Náttúruvársérfræðingur á vakt