Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20201116 - 20201122, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 630 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, svipað og var vikuna á undan. Tveir skjálftar yfir M3,0 mældust í vikunni, annar þeirra mældist þann 19. nóvember kl. 17:21 um 7 km SA af Flatey og var M3,05 að stærð, og bárust nokkrar tilkyningar að hann hafi fundist á Akureyri og á Húsavík. Hinn mældist þann 22. nóvember kl. 11:08 í austanverðri Kötlu öskjunni, M3,07 að stærð. Einn skjálfti mældist á Snæfellsnesi í vikunni um 4 km V af Fróðárheiði.

Suðurland

Um 60 jarðskjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni. Þar af voru um 45 á staðsettnir á Hengilsvæðinu, um 32 af þeim voru við Húsmúla þar sem jarðskjálfta hrina byrjaði í síðustu viku, sá stærsti var M2,3 að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Heklu þann 19. nóvember kl. 14:54, M0,4 að stærð.

Reykjanesskagi

Um 240 jarðskjálftar mældust í vikunni, færri en í vikunni á undan þegar þeir voru um 300. Stæristi skjálftinn var M2,17 að stærð um 5 km V af Bláfjöllum. Mesta virknin var við Borgarfjall, allir skjálftarnir undir M2,0 að stærð. 17 skjálftar mældust Austan við Kleifarvatn. Aðrir skjálftar dreifðust víða um Reykjanes skagann, allir innan við tvö stig.

Norðurland

Um 160 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, fleiri en í vikunni á undan. Um 50 í Öxarfirði, 30 út af Gjögurtá og um 60 á Skjálfanda. Stæristi skjálftinn var M3,05 þann 19. nóvember kl. 17:21 um 7 km SA af Flatey. Nokkrir smáskjálftar mældust á svæðunum við Þeistareyki og Kröflu.

Hálendið

Tæplega 30 jarðskjálftar voru staðsettir í Vatnajökli, færri en vikuna á undan. Fjórir skjálftar mældurst í Bárðarbungu, sá stærsti M2,45 að stærð, þrír skjáfltar mældurst við Dyngjugjökul. Einn skjálfti var staðsettur í Grímsvötnum og einn við Eystri Skaftárketilinn. 11 jarðskjálftar voru staðsettir við Öræfajökul. Um 80 skjálftar voru staðsettir við Öskju og Herðubreið, þar af rúmlega 60 við Herðubreið, stæristi skjálftinn þar var M2,24 að stærð. Einn skjálfti var í Hofsjökli og 2 norðan við Hofsjökul. Einn skjálfti mældist við Geitlandsjökul og 3 skjálftar suður af Langjökli.

Mýrdalsjökull

Tæplega 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, svipað og vikuna á undan, nær allir innan öskjunnar. Stærsti skjálftinn var M3,07 að stærð þann 22. nóvember kl. 11:08 í austanverðri Kötlu öskjunni. Einns kjálfti mældist sunnaverðum Eyjafjallajökli.

Jarðvakt