Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20201130 - 20201206, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Tæplega tuttugu skjálftar mældust á suðurlandi í vikunni, töluvert færri en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 að stærð um 7 km ANA af Hveragerði í Grafningi þann 6. desember kl. 11:49 og var hans vart í Grímsnesi, Hveragerði og á Selfossi. Stakur smáskjálfti var í Henglinum, tveir við Raufarhólshelli og aðrir á víð á dreif um Suðurlandsundsundirlendið. Stakur smáskjálfti mældist í Heklu þann 5. desember

Reykjanesskagi

Um 180 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan. Virknin var mest austan við Þorbjörn, þar sem stærsti skjálftinn mældist 3,6 að stærð þann 1. desember kl. 11:23 og var hans vart í Grindavík. Samdægurs, kl. 20:40, varð jarðskjálfti af stærð 3,5 um 20 km SV af Reykjanesskaga en um fimmtán jarðskjálftar mældust út á hrygg í vikunni.

Norðurland

Um 120 jarðskjálftar mældust á norðurlandi í vikunni, þar af 100 á Tjörnesbrotabeltinu sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan. Stærsti skjálftinn mældist 3,1 að stærð þann 2. desember kl. 11:38 í smáhrinu um 15 km ASA af Grímsey. Í Öxafirði mældust fimmtán skjálftar, allir undir 2,0 að stærð og á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu mældist um 70 jarðskjálftar, sá stærsti 2,4 að stærð þann 3. desember kl. 18:26. Við Þeistareyki mældust sextán skjálftar, sá stærsti 2,2 að stærð þann 6. desember kl. 02:33. Tveir jarðskjálfar urðu við Kröflu og tveir rétt austan við Mývatn og voru þeir allir undir 1,0 að stærð.

Hálendið

Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust þrettán smáskjálfar á víð og dreif. Við Öskju mældust um 35 jarðskjálftar, sá stærsti 1,8 að stærð og voru þeir flestir staðsettir austan við öskjuna. Rúmlega tuttugu jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Tveir skjálftar mældust í Bárðarbunguöskjunni, átta í bergganginum þar sem hann beygir til norðurs og tveir í Dyngjujökli. Við Grímsvötn mældist tveir skjálftar, annar rétt norðan við öskjuna 1,2 að stærð þann 4. desember og hinn rétt sunnan við öskjuna 1,6 að stærð þann 3. desember. Stakur smáskjalfti mældist svo um 4 km NV af vestari Skaftárkatli. Stakur skjálfti, 1,4 að stærð varð um 3 km NA af Pálsfjalli þann 3. desember. Í Öræfajökli urðu fimm smáskjálftar og einn í Breiðamerkurjökuli. Í Svínafellsjökli varð skjálfti af stærð 2,0 í Svínafellsjökli þann 1. desember kl. 04:49 en það er stærsti skjálfti sem mælst hefur í skriðjöklinum með SIL mælakerfinu. Stakur skjálfti, 0,9 að stærð, mældist svo austan við Skaldbreið þann 3. desember.

Mýrdalsjökull

Um fimmtán jarðskjálftar mældust í og við Kötluöskjunni í vikunni, færri en vikuna á undan þegar að þeir voru um 20 talsins. Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð þann 1. desember norðaustanmegin í Kötluöskjunni. Tveir smáskjálftar mældust í Kötlujökli. Þrír stakir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, í Innri Vatnafjöllum og Trippafjöllum.

Jarðvakt