Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20201207 - 20201213, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, nokkuð fleiri en vikuna á undan þegar um 410 jarðskjálftar mældust. Langflestir skjálftarnir mældust annars vegar á Reykjanesskaga og hins vegar úti fyrir Norðurlandi en einnig var nokkur virkni á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálfti vikunnar var M3,5 að stærð við Reykjanestá á Reykjanesskaga þann 10. desember kl. 00:08 og fannst hann í byggð og M3,3 úti á Kolbeinseyjarhrygg þann 9. desember. Fimm skjálftar mældust í og við Grímsvötn, fjórir við Skjaldbreið og tveir í Hofsjökli. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu.

Suðurland

Rúmlega þrjátíu skjálftar mældust á suðurlandi í vikunni, nokkuð fleiri en í síðustu viku. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð rétt vestur af Skálafelli á Hellisheiði þann 9. desember kl. 07:37. Sjö smáskjálftar voru í Henglinum og aðrir á víð á dreif um Suðurlandsundsundirlendið. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu.

Reykjanesskagi

Um 250 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, nokkuð fleiri en vikuna á undan þegar um 180 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreifð og varð stærsti skjálftinn M3,5 við Reykjanestá kl. 00:08 þann 10. desember og varð hans vart í byggð. Tveir skjálftar urðu í Bláfjöllum, vestan við Heiðin há í lítilli hrinu þar þann 10. desember. Tólf skjálftar urðu á Reykjaneshrygg þann 13. desember og var sá stærsti M2,6 að stærð kl. 23:18.

Norðurland

Rúmlega 200 jarðskjálftar mældust á norðurlandi í vikunni, þar af 200 á Tjörnesbrotabeltinu sem er tvöföldun miðað við vikuna á undan. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 að stærð þann 7. desember kl. 11:53 í Eyjafjarðarál. Á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu mældust um 50 jarðskjálftar, sá stærsti 1,8 að stærð þann 7. desember kl. 17:26 og rúmlega 20 skjálftar voru staðsettir í Öxarfirði. Nokkur virkni var á Kolbeinseyjarhrygg og mældust nokkrir skjálftar þar yfir M3,0 að stærð í smáhrinu þann 9. desember og var sá stærsti M3,3 að stærð. Tveir skjálftar mældust austan við Hrísey og einnig við Þeistareyki. Fimm jarðskjálfar urðu við Kröflu og voru allir um og undir M1,5 að stærð.

Hálendið

Tæplega 70 skjálftar mældust á hálendinu í vikunni, þar af tæplega 40 undir Vatnajökli mun fleiri en í síðustu viku. Fjórir skjálftar mældust í og við Grímsvötn, þar af tveir á Grímsfjalli og þrír á Lokahrygg. Stærsti M1,5 Á Grímsfjalli þann 8. desember kl. 15:17. Sjö skjálftar mældust í Bárðarbunguöskjunni, tólf í bergganginum þar sem hann beygir til norðurs og þrír í Dyngjujökli og einn smáskjálfti mældist í Vonarskarði. Í Öræfajökli urðu fjórir smáskjálftar, þar af einn við Svínafellsheiði þann 8. desember. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust fjórtán smáskjálfar á víð og dreif. Við Öskju mældust um 4 jarðskjálftar, allir undir M1,0 að stærð og voru þeir flestir staðsettir austan við öskjuna. Tveir skjálftar mældust í Hofsjökli, sá stærri M1,5 að stærð þann 7. desember en einnig mældust fjórir skjálftar norðaustan við Skaldbreið þann 8. og 9. desember, sá stærsti var M1,7 að stærð kl. 15:01 þann 8. desember.

Mýrdalsjökull

Rúmlega fimmtán jarðskjálftar mældust í og við Kötluöskjunni í vikunni, svipað og í fyrri viku. Stærsti skjálftinn var M2,4 að stærð þann 10. desember í sunnanverðri Kötluöskjunni. Einn smáskjálfti mældist í Kötlujökli. Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti M2,3 í norðanverðum Torfajökli, þann 8. desember kl. 22:27 og einn smáskjálfti í Vatnafjöllum og annar í Eyjafjallajökli.

Jarðvakt