Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20210628 - 20210704, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 400 jarðskjálftar mældust í liðnni viku með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, svipað og vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar mældist að stærð 3,2 í norðanverði Bárðarbungu öskjunni kl 20:35 þann 30. júní, annar skjálfti af stærð 2,9 mældist í Bárðarbungu þann 4. júlí kl 01:11. Tíu smáskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku en 64 skjálftar mældust í Vatnajökli, flestir í Bárðarbunu en hinir dreyfðust um jökull. Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 120 jarðskjálftar og þar dreyfðist virknin mest á Grímseyjabeltinu og í Eyjafjarðaráli. Á Reykjanesi mældust 150 skjálftar í vikunni og á suðurlandi um 30. Skammvinn hrina þann 28.júní var rétt austur af Bláfjöllum.

Suðurland

Um 30 jarðskjálfta mældust á Suðurlandi og Hengilsvæðinu í liðinni viku, mun færru en í vikunni á undann þar sem um 100 skjálftar mældust. Um tugur jarðskjálfta dreyfðust um allt suðurlandið og voru allir skjálftarnir undir 1,5 af stærð. Um 20 skjálftar mældust á Hengilsvæðinu, allir undir tveimur stigum, flestir við Nesjavelli.

Reykjanesskagi

Um 150 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, fleiri en mældust í síðustu viku, þegar um 100 skjálftar mældust. Virknin dreyfðist um Reykjanesið en flestir skjálftanna mældust í skammvinnri hrinu þann 28.júní rétt austur af Bláfjöllum. Stræsti skjálfti hrinunnar var 2,3 að stærð. Á gosstöðvunum mældust 17 smáskjálftar, sem er um helmingi fleiri en vikuna á undan. Restin af skjálftunum dreyfðist víðsvega um Reykjanesskagann, meðal annars í kringum Grindavík og Reykjanestá.

Tíu skjálftar mæltust á Reykjaneshrygg í vikunni, allir skjálftarnir voru undir 2 stigum.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust tæplega 120 skjálftar um helmingi fleiri en í fyrri viku. Mest virkni var í Eyjafjarðaráli, þar sem rúmlega 30 skjálftar mældust, en einngi á Grímseyjarbeltinu þar sem 57 jarðskjálftar voru staðsettir. Þá mældust einnig nokkrir sjálftar í Skjálfanda. Allir sjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu sem mældust í vikunni voru um eða undir tveimur stigum. Einn skjálfti af stærð 2,7 mældist norður á Kolbeinseyjahrygg. Um tugur smáskjálfta mældist á norðurgosbeltinu norðanverðu, flesir við Þeystareyki og við Kröflu.

Hálendið

Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, talsvert færri en í fyrri viku, þegar tæplega 120 skjálftar mældust. Mestmegnis mældust þessir skjálftar í vatnajökli og þar af voru rúmlega 30 í Bárðarbungu. Tvær jarðskjálftar um og rétt yfir þremur stigum mældust í Bárðarbungu í vikunni, báðir í norðarverðri öskjunni. Annar mældist þann 30. júní kl 20:35 og hinn 4.júlí kl 01:11, hinir skjálftarnir voru um og undir tveimur stigum. Tveir skjálftar mældust í Kverkfjöllum og aðrir tveir í Grísvötnum. Nokkrir skjálftar mældust á Lokahrygg og við Hamarinn. Um tugur smáskjálfta eða ísskjálfta mældust við Skaftárjökul og Síðujökul.

Um 10 jarðskjáftar mældust á svæðinu í krinum Herðubreið og í Öskju, allir undir einum af stærð.

Mýrdalsjökull

10 jarðskjáfltar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, svipaður fjöldi og í fyrri viku. Flestir mældust í austanverðri Kötluöskjunni en tveir þeirra við Goðabungu. Allir mældust þeir undir 1,0 að stærð.

Jarðvakt