| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20220221 - 20220227, vika 08
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæplega 300 jarðskjálftar mældust með SIL-jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunni í liðinni viku, um 200 færri en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn mældist 4,75 að stærð þann 22. febrúar kl. 10:11 í öskju Bárðarbungu og tveir um 3,0 að stærð á sömu slóðum. Helmingur skjálftanna í vikunni mældust á Reykjanesskaga og úti fyrir Reykjanestá og enn dró úr hrinunni vestan við Ok sem staðið hefur yfir í tvo mánuði. Aðeins sjö skjálftar mældust á svæðinu. Einnig var smá virkni í Öxarfirði. Að öðru leiti var virkni vikunnar nokkuð jafndreifð.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu mældust 7 skjálftar, þar af tveir sunnan við
Ölkelduháls og fimm við Hveradali. Tveir skjálftar voru nærri Raufarhólshelli. Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust tæplega 20 skjálftar á víð og dreif, þar af þrír í Vatnafjöllum.
Reykjanesskagi
Tæplega 150 skjálftar mældust á Reykjanesskaga og úti fyrir Reykjanestá. Virknin var nokkuð jafndreifð, þó virknin hafi verið í nokkrum þéttari hnöppum við Sundhnúgagíga, rétt norðan við og rétt vestan við Þorbjörn. Auk þess var nokkur skjálftavirkni í Nátthagakrika og dreifð virkni norðan við Krísuvík. 7 skjálftar mældust úti fyrir Reykjanestá.
Norðurland
Einn skjálfti mældist NA við Búrfell, þrír S við Kröflu, einn rétt A við Reykjahlíð og einn í Bæjarfjalli.
Tæplega 70 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, þar af ríflega 40 í Öxarfirði. Fimm skjálftar mældust við Flatey í Skjálfanda, átta nærri Grímsey, einn í mynni Skagafjarðar og 4 í mynni Eyjafjarðar.
Vesturland>/h3>
Tveir skjálftar mældust rétt sunnan við Skjaldbreið, sjö í Þóreyjartungum, einn í vestanverðum Langjökli og einn við Grjótárvatn á Mýrum.
Hálendið
Í Vatnajökli mældust 20 skjálftar, þar af sjö í Bárðarbunguöskju og voru þar stærstu skjálftar vikunnar, 4,75 að stærð þann 22. febrúar kl. 10:11 og tveir um 3,0 að stærð sama dag. Þrír skjálftar mældust á djúpa svæðinu. Tveir skjálftar mældust í Grímsvötnum, sá stærri 2,5 að stærð. Tveir skjálftar mældust í Hamrinum, tveir skjálftar SA við Pálsfjall og auk stakra skjálfta í Hvannadalshnúk, Skaftárjökli, við Kverkfjöll og ofan við Skeiðarárjökul.
Norðan við Vatnajökul mældust 22 skjálftar, þar af 9 við Öskju og rest við Herðubreið eða Herðubreiðartögl.
Tveir skjálftar mældist SV við Sveinstind.
Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið
Fjórir jarðskjálftar mældust innan Kötluöskju og tveir nærri Kötlujökli og voru þeir allir undir 1,5 að stærð.
Nánar er hægt að skoða skjálftavirkni á landinu í Skjálfta-Lísu
Jarðvakt