| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20220815 - 20220821, vika 33
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Suðurland
Um það bil 30 skjálftar mældust á Suðurlandi í síðustu viku. Fjórir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og þrír skjálftar í Ölfusi. Þá mældist einn skjálfti í Vatnafjöllum og einn um 4 km norður af Heklu, aðrir skjálftar dreifðu sér um Suðurlandsbrotabeltið.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga mældust rúmlega 370 skjálftar í vikunni, sem er aðeins færri skjálftar en í síðustu viku þegar um 700 skjálftar mældust. Skjálftarnir dreifa sér um skagann en mesta virknin er annarsvegar í kvikuganginum við Fagradalsfjall, á milli Litla-Hrúts og Keilis, og hinsvegar við Kleifarvatn. Aðrar minni hrinur urðu rétt norðan við Sýrfell, í Sandvík og við Sundhnúkagígaröðina. Einnig mældust skjálftar austan við Brennisteinsfjöll. Stærsti skjálftinn varð þann 20.ágúst og mældist hann 3.2 að stærð suðvestur af Sandfellshæð en það var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar.
Reykjaneshryggur
Rúmir 10 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg í vikunni. Stærsti skjálftinn reyndist 3.2 að stærð þann 19.ágúst.
Norðurland
Rúmir 50 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, flestir á Grímseyjarbrotabeltinu. Allir skjálftarnir voru undir 2 að stærð. Rúmir 10 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Fjórir skjálftar mældust við Flókadal sá stærsti 2.7 að stærð þann 18 ágúst, einn skjálfti norðaustur af Akureyri og tveir við Þjófadalsjökul.
Rúmir 20 skjálftar mældust á norðurgosbeltinu. Átta skjálftar við Kröflu, sex skjálftar við Reykjahlíð og fjórir í kringum bæjarfjall og einn við austurfjöll.
Hálendið
Í heildina mældust tæpir 50 skjálftar á hálendinu. Það er svipaður fjöldi og í síðustu viku. Þar af mældust 16 skjálftar í Vatnajökli. Fimm skjálftar mældust við Grímsfjall og tveir í Bárðarbungu, aðrir skjálftar voru nokkuð dreyfðir um Vatnajökul. Stærsti skjálftinn mældist þann 19. ágúst suður af Grímsfjalli og var hann 1.9 að stærð. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli, einn í Langjökli en aðrir voru nokkuð dreyfðir um hálendið.
Fyrir norðan Vatnajökul var mest virkni í Öskju og við Herðubreið. Stærsti skjálftinn var 1.7 að stærð við Efritögl.
Mýrdalsjökull
Rúmir 10 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, flestir innan öskjunnar. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð þann 21.ágúst. Sjö skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1.9 þann 16. ágúst.
Jarðvakt