Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20220926 - 20221002, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 440 skjálftar mældust í síðustu viku með sjálfvirku jarðskjálftamælikerfi Veðurstofunnar, talsvert færri en í síðustu viku þegar um 1200 skjálftar mældust. Um 400 skjálftar hafa verið yfirfarnir en flestir sem út af standa áttu sér stað á Kolbeinseyjarhrygg. Enn mælast skjálftar við Grímsey og mældust ríflega 100 skjálftar þar í vikunni. Stærstu skjálftar vikunnar voru báðir 2,3 að stærð. Annar varð 29. september við Grímsey og hinn 1. október suðvestan við Langjökul.

Suðurland

Um 25 skjálftar mældust á Suðurlandi í síðustu viku, svipað og vikuna á undan. Þeir voru nokkuð dreifðir um Suðurlandið. Nokkrir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, nokkrir í grennd við Raufarhólshelli og í Ölfusi, og einn við Heklu.

Reykjanesskagi

Dreifð skjálftavirkni var á Reykjanesskaga í síðustu viku. Þar mældust um 160 jarðskjálftar sem eru færri en í síðustu viku þegar um 200 skjálftar mældust. Um 50 skjálftar mældust við Fagradalsfjall, 40 við Kleifarvatn, 30 við Eldvörp og Reykjanes og 15 við Svartsengi. Í Brennisteinsfjöllum mældust 4 skjálftar. Þá mældust um 6 skjálftar á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Alls mældust um 130 skjálftar við Grímey í síðastliðinni viku. Þetta eru mun færri en í síðustu viku þegar um 730 skjálftar mældust. Allir skjálftarnir eru undir 3 að stærð, sá stærsti 2,3. Skjálftahrinan var nærri hætt 25. og 26. september en virkni hefur aukist lítillega aftur síðustu vikuna. 5 skjálftar mældust í Öxarfirði og tveir úti fyrir Eyjafirði. Einn skjálfti mældist á Tröllaskaga rétt suðaustan við Ólafsfjörð. Við Kröflu mældust fjórir smáskjálftar og einn við Þeistareyki.

Hálendið

Í vikunni mældust um 80 skjálftar á hálendinu, um tvöfalt fleiri en vikuna í undan. Rúmlega 40 skjálftar voru staðsettir í Vatnajökli: 18 við Grímsvötn, 10 við Hamarinn, 5 í grennd við Bárðarbungu, 5 við Öræfajökul, 2 inni á jökli og 2 við Kverkfjöll. Stærstu skjálftarnir voru við Hamarinn, um 2 að stærð, en skjálftarnir við Grímsvötn voru allir í kringum 1 að stærð eða minni.

Á hálendinu norðan við Vatnajökul var þónokkur skjálftavirkni. Við Öskju voru staðsettir 16 skjálftar, við Herðubreið og Herðubreiðartögl 12 skjálftar og þrír rétt norðan við Ytri Dyngjufjöll.

Við Langjökul var einnig dreifð skjálftavirkni. Skjálfti af stærð 2,3 mældist við Skjaldbreið 1. október og var hann stærstur af þeim skjálftum sem staðsettir voru á svæðinu þessa vikuna. Þrír skjálftar mældust suður af Langjökli milli Hlöðufells og Sandfells, tveir vestan í jöklinum sjálfum og tveir við Hveravelli.

Mýrdalsjökull

Aðeins mældust þrír jarðkjálftar í Mýrdalsjökli í liðinni viku, allir innan öskjunnar. Aðrir þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt