Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20221114 - 20221120, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var með rólegasta móti en aðeins mældust um 350 skjálftar á landinu, heldur færri en vikuna á undan. Aðeins mældist einn skjálfti yfir þrír að stærð og var hann 3,3 að stærð í Mýrdalsjökli laugardaginn 19. nóvember. Skjálftar mælast enn við Herðubreið en þar hófst hrina að kvöldi 22. októbers. Verulega hefur dregið úr virkni á því svæði og virðist hrinan vera að deyja út. Fimm skjálftar mældust við Heklu en að öðru leyti var skjálftavirkni dreifð um landið með litlum hrinum úti fyrir Reykjanestá, við Kleifarvatn, Langjökul og úti fyrir Norðurlandi.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust ríflega 20 skjálftar, þar af fimm við Heklu og tveir í Vatnafjöllum. Á Hengilssvæðinu hefur virkni gengið niður, en í síðustu viku mældist þar skjálfti upp 3,2.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust aðeins 58 skjálftar. Virknin var nokkuð jafndreifð um skagann en mest virkni var vestast á skaganum og við Kleifarvatn. Úti fyrir Reykjanestá mældust nokkrir skjálftar.

Norðurland

Alls mældust um 50 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í síðastliðinni viku sem er færri en vikuna áður. Flestir skjálftar mælast í áframhaldandi af hrinunni á Grímseyjarbrotabeltinu, en einnig mældist lítil hrina með um tíu skjálftum í Skjálfanda og annað eins í lítilli hrinu í Öxarfirði.

Við Kröflu mældist aðeins einn skjálfti og tveir við Bæjarfjall. Þrír skjálftar mældust um 10 km austur af Mývatnsöræfum.

Hálendið

Tæplega 200 skjálftar mældust á hálendinu þessa vikuna, langflestir við Herðubreið en þar mældust ríflega 100 skjálftar. Virkni þar hefur róast síðan hrina hófst þar 22. október. Nú er hrinan mest í tveimur minni hrinum rétt norður af Herðubreið og eru skjálftarnir á 1-7 km dýpi. Rólegt var í Öskju en þar mældust aðeins þrír skjálftar. Við Trölladyngju norður af Vatnajökli mældust einnig þrír skjálftar. Í Vatnajökli mældust um 30 skjálftar og var virknin dreifð um jökulinn. Fjórir skjálftar mældust við Grímsvötn, heldur færri en í síðustu viku þegar þar mældust 14 skjálftar. Í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni mældust fjórir skjálftar og fimm á hinu svokallaða djúpa svæði suðaustan af Bárðarbungu. Önnur virkni var m.a. í grennd við Skaftárkatla, upp af Breiðamerkurjökli og einnig Skeiðarárjökli. Einn skjálfti mældist í Öræfajökli.

Á Vesturlandi mældist einn skjálfti rétt norðan við Grjótárdal. Einn skjálfti mældist á svipuðu svæði í síðustu viku. Um 30 skjálftar mældust milli Langjökuls og Eiríksjökuls. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var 2,4 að stærð. Einn skjálfti mældist við Þórisjökul og tveir norðvestur af Geysi.

Mýrdalsjökull

12 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í síðustu viku, þar af stærsti skjálfti vikunnar sem var 3,3 að stærð. Sá skjálfti var í norð-austanverðri Kötluöskjunni og mældust átta aðrir skjálftar á því svæði, tveir yfir 2 að stærð en aðrir minni.

Jarðvakt