Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20221121 - 20221127, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var með rólegasta móti en aðeins mældust rúmlega 380 skjálftar á landinu, örlítið fleiri en vikuna á undan. Nokkur virkni var í Mýrdalsjökli og Öræfajökli en þar mældust skjálftar yfir 3 að stærð og fundust í byggð. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,9 í Mýrdalsjökli þann 22. nóvember kl. 19:55 og honum fylgdi annar skjálfti af stærð 3,5 stuttu síðar. Að morgni 23. nóvember kl. 10:04 mældist skjálfti af stærð 3,15 í Öræfajökli, í norðvestanverðri öskjunni. Er hann stærsti skjálftinn í jöklinum síðan í október 2018 og fylgdi honum annar skjálfti af stærð 2,8 síðar sama dag. Virkni við Herðubreið hélt áfram í vikunni, þar mældust um 100 skjálftar en þar hófst hrina að kvöldi 22. október. Einnig mældust skjálftar milli Langjökuls og Eiríksjökuls og tveir í Hofsjökli. Enginn skjálfti mældist við Heklu en að öðru leyti var skjálftavirkni dreifð um landið með litlum hrinum úti fyrir Reykjanestá, við Kleifarvatn og úti fyrir Norðurlandi.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust fjórtán skjálftar, flestir á Hengilssvæðinu, sá stærsti þar 2 að stærð. Stærsti skjálftinn varð rétt austan við Hestfjall 2,6 að stærð þann 26. nóvember kl. 9:22. Tveir skjálftar mældust í Vatnafjöllum og enginn í Heklu.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust aðeins 68 skjálftar, örlítið færri en vikuna á undan þegar þeir voru 68. Virknin var nokkuð jafndreifð um skagann en mest virkni var vestast á skaganum og við Kleifarvatn þar sem stærsti skjálftinn mældist 2.5 að stærð þann 23. nóvember kl. 6:11. Úti fyrir Reykjanestá mældust nokkrir skjálftar og einn úti á hrygg sem mældist 2 að stærð.

Norðurland

Alls mældust rúmlega 50 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í síðastliðinni viku sem er svipaður fjöldi og vikuna áður. Flestir skjálftar mælast í áframhaldandi af hrinunni á Grímseyjarbrotabeltinu, en einnig mældist lítil hrina með um tíu skjálftum í Öxarfirði og annað eins í lítilli hrinu í Eyjafjarðarál.

Við Kröflu mældust sex skjálftar og einn við Bæjarfjall. Einn skjálfti mældist rétt austur af Reykjahlíð. Hrina við Kolbeinsey 22. nóvember en þar mældust tæplega 20 skjálftar.

Hálendið

Rúmlega 170 skjálftar mældust á hálendinu þessa vikuna, örlítið færri en í fyrri viku. langflestir við Herðubreið en þar mældust rúmlega 100 skjálftar. Virkni þar hefur róast síðan hrina hófst þar 22. október. Nú er hrinan mest í tveimur minni hrinum rétt norður af Herðubreið og eru skjálftarnir á 1-7 km dýpi. Fimmtán skjálftar mældust í Öskju. Í Vatnajökli mældust rúmlega 40 skjálftar og var virknin dreifð um jökulinn. Fjórtán skjálftar mældust við Grímsvötn, mun fleiri en í síðustu viku þegar þar mældust einungis fjórir skjálftar. Í norðvestanverðri Bárðarbunguöskjunni mældust þrír skjálftar og einn undir Dyngjujökli. Nokkur virkni var við Hamarinn en þar mældust 4 skjálftar í vikunni, þrír þeirra yfir 2 að stærð og sá stærsti 2,9 að stærð þann 25. nóvember. Einn skjálfti mældist í Esjufjöllum og annar í Skeiðarárjökli. Nokkur virkni mældist í Öræfajökli en þar mældust tæplega tuttugu skjálftar í norðvesturhorni öskjunnar. Sá stærsti mældist 3,15 að stærð þann 23. nóvember kl. 10:04, og fannst hann í byggð í nágrenni jökulsins.

Tveir skjálftar mældust í norðvestanverðum Hofsjökli, við sporð Álftabrekkujökuls. Sex skjálftar mældust milli Langjökuls og Eiríksjökuls. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var 2,4 að stærð. Einn skjálfti mældist við Geitlandsjökull og annar austur af Skjaldbreið.

Mýrdalsjökull

Tæplega 40 skjálftar mældust mældust í Mýrdalsjökli í síðustu viku, umtalsvert fleiri en í fyrri viku þegar um tólf skjálftar mældust þar. Þar mældist stærsti skjálfti vikunnar sem var 3,9 að stærð, í norðaustanverðri Kötluöskjunni, þann 22. nóvember sl. Allir skjálftarnir mældust innan öskjunnar og fyrir utan þann stærsta mældust tveir aðrir skjálftar yfir 3 að stærð, 22. nóvember og 27. nóvember. Einn smáskjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu í vikunni.

Jarðvakt :wq!