Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20221219 - 20221225, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 380 skjálftar mældust á SIL mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku og hafa allir verið yfirfarnir. Þetta eru aðeins færri skjálftar en í vikunni á undan, en þá mældust um 440 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,4 að stærð í Krýsuvík og varð hann 21. desember. Þrjár tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist í Hafnarfirði. Enginn annar skjálfti mældist yfir þremur að stærð. Hrina sem hófst 15. desember austur af Fonti er enn í gangi, en verulega hefur hægt á virkninni og mældust fimm skjálftar þar í vikunni.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust tæplega 40 skjálftar og voru þeir dreifðir um svæðið. Á Hengilssvæðinu var óvenju mikil virkni, en 8 skjálftar mældust í grennd við Nesjavelli og 6 skjálftar mældust við Húsmúla. 16 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu og tveir í Heklu.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um 120 jarðskjálftar sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. Mest virkni var við Krýsuvík og Kleifarvatn, um 50 skjálftar. Við Þorbjörn mældust tæplega 30 skjálftar. Auk þess mældust skjálftar við Sandvík, Sýrfell og Fagradalsfjall.

11 skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Alls mældust um 80 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni. Flestir skjálftanna eru á Grímseyjarbrotabeltinu, 72 talsins, en 7 voru staðsettir á Húsavíkurmisgenginu. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð á aðfangadag úti fyrir Tjörnesi. Rólegt var á norðurhluta norðurgosbeltisins, en aðeins mældust 4 skjálftar á svæðinu, tveir í Kröflu og tveir á Þeistareykjum. Á landgrunnsbrúnni austur af Fonti á Langanesi mældust fimm skjálftar. Skjálftarnir eru hluti af hrinu sem hófst 15. desember.

Hálendið

Á hálendinu mældust um 87 skjálftar sem eru heldur fleiri en vikuna á undan þegar 65 skjálftar mældust. Mest var virkni við Öskju og Herðubreið en einnig mældust skjálftar í Bárðarbungu, Kverkfjöllum, Hamrinum og Grímsvötnum. Einn skjálfti mældist í Öræfajökli. Við Langjökul mældist einn skjálfti og einn í Þórisjökli. Tveir skjálftar mældust við Grjótárvatn.

Mýrdalsjökull

15 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni sem er heldur færri en í vikunni á undan þegar 35 skjálftar mældust. Allir skjálftarnir voru staðsettir í eða við Kötluöskjuna. Stærsti skjálftinn sem mældist var á jóladag og reyndist 2,9 að stærð. Einn skjálfti mældist rétt norður af Eyjafjallajökli. Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu og var hann 2,6 að stærð.

Jarðvakt