Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20230130 - 20230205, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Rúmlega 20 skjálftar mældust á Suðurlandi sem er örlítið færri en í vikunni á undan. Sex skjálftar mældust á Hengilsvæðinu, stærsti skjálftinn var 2.5 að stærð þann 31.janúar. Aðrir skjálftar dreifðust um suðurlandsbrotabeltið. Einn smáskjálfti mældist um 1 km vestur af Heklu.

Reykjanesskagi

Um 35 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, sem er örlítið færri en í síðustu viku. Skjálftarnir voru dreifðir um skagann og stærsti skjálftinn var 2,1 um 4 km vestur af Kleifarvatni.

Tólf skjálftar mældust á Reykjaneshrygg í vikunni, tveir skjálftar mældust yfir 3 að stærð. Báðir mældust þann 30.janúar og voru þeir 3.2 að stærð.

Norðurland

Um 80 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu sem er heldur fleiri en í vikunni á undan, sá stærsti 1.8 að stærð. Mesta virknin var á Grímseyjarbeltinu eða um 65 skjálftar. Um 10 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Sex smáskjálftar mældust við Bæjarfjall og sjö á Kröflusvæðinu.

Hálendið

Um 85 skjálftar mældust á hálendinu í liðinni viku sem er aðeins fleiri en í vikunni á undan. Tæplega 40 skjálftar mældust undir Vatnajökli. Tólf skjálftar mældust í Bárðarbungu, stærsti var 2,5 að stærð norðan öskjunnar. Tveir smáskjálftar mældust á djúpasvæðinu og þrír við Skeiðarárkatlana. Sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum. Stærsti skjálftinn var 1.5 að stærð rétt norður af Grímsfjalli. Þrír smáskjálftar mældust við Kjósárbont við Skeiðarárjökul. Tveir smáskjálftar mældust undir Öræfajökuli.

Tæplega 15 skjálftar mældust við Öskju, allir undir 2 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Herðubreið. Stærsti skjálftinn mældist um 2.5 km norðaustur af Herðubreið og reyndist 2 að stærð. Einn skjálfti mældist við Austurháls.

Mýrdalsjökull

Um tugur skjálfta mældust í Mýrdalsjökli sem er heldur færri en í vikunni á undan þegar um 30 skjálftar mældust. Flestir mælast innan öskjunnar og reyndist stærsti skjálftinn 2.7 að stærð þann 3.febrúar. Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu en hann reyndist 1.9 að stærð.

Jarðvakt