| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
spenna á HVOL
Rafmagn á Láguhvolum er framleitt með vindrellu og sólarsellu.
100% svara til u.þ.b. 13V spennu eða meira og 0% svara til u.þ.b.
10.6V spennu eða minna, sjá enn fremur
hér.
Hér má skoða spennu á OLKE, SOHO og HVOL saman
Athugasemdir:
- Í kringum 12/11 2000 hefur vindrellan (Air Marine) bilað. Topparnir sem koma í
ferilinn næstu tvær vikur eru spennugildi sem sótt voru um miðjan dag og sýna að
sólarsellan er að hlaða. Annars er spenna vanalega sótt sjálfvirkt um
miðja nótt. Þann 30/11 var sett upp ný vindrella (Air Marine industrial).
Sú rella hefur svo gefið sig 14. jan. 2001. Sólarsellurnar hafa komið
tækjunum inn í stuttan tíma í kringum 9. feb. og 17. feb., en annars
var stöðin "úti". 6. mars 2001 var sett upp
LVM Aerogen vindrafstöð sem hefur gengið án
bilana til dagsins í dag. Þann 8. ágúst 2001 var skipt um rafgeyma, og þann 24. janúar 2002
var skipt um reglara fyrir vindrafstöðina (Trace reglari) og einnig skipt um GPS
tæki. Nýja GPS tækið (trimble 4700) hefur aðeins öðruvísi svörun við spennu, samanber
spennukvörðun.
- Hér má skoða spennu á Láguhvolum síðustu dægrin.
Línurit uppfærð daglega
Benedikt Gunnar Ofeigsson