Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Athugun á hvernig Trimble tæki sýna spennu


Hægt er að láta hugbúnað sækja sjálfvirkt spennumat á einstökum ISGPS stöðvum. Þetta er einkum gert til að fylgjast með ástandi rafmagnsframleiðslu þar sem rafmagn er framleitt á staðnum með sólarsellum og/eða vindrellum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að GPS tækin sýna spennu á skringilegum kvarða: í prósentum.
Því þarf að kortleggja hvernig sá spennuskali tengist raunverulegu innspennunni inn á GPS tækið Mælingar hafa verið gerðar á tveimur Trimble 4700 tækjum (eins og er á OLKE og HVOL frá 2002) og á einu Trimble 4000SSi tæki sem vanalega er á SOHO.
Þá getur spennufall yfir kapalinn frá rafgeymum yfir í GPS tækið og fleiri þættir brenglað ferilinn lítillega. Myndin að ofan sýnir spennu í prósentum sem fall af innspennu fyrir þær kvarðanir sem hafa verið gerðar (þrjár kvarðanir). Myndin að neðan sýnir einn ferilinn að ofan, "4700 B".


Stundum getur mismunandi spennumæling eða mismunandi spennumælar (hvort sem það eru þeir sem notaðir eru við kvarðanir eða innri spennumælar trimble tækjanna) brenglað kvarðanirnar. Myndin að neðan sýnir kvarðanir tveggja trimble 4700 tækja við örlítið mismunandi aðstæður. Búið er að hliðra öðrum ferlinum um 0.13 V til að þeir passi betur saman.


Benedikt Gunnar Ofeigsson