GPS - öndvegisverkefni

Heimasíða
Heim -Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins - Eðlisfræðisvið - Jarðskjálftar - Eldgos- GPS - Óson - Órói - Þensla - Fréttir - Starfsmenn & póstur- English - webmaster@vedur.is     Samstarfsverkefni

Veðurstofa Íslands er aðili að verkefni um stórfellda uppbyggingu samfelldra GPS mælinga á Íslandi. Verkefnið kallast "Samfelldar GPS-mælingar með háhraða söfnun á Íslandi". Markmið verkefnisins er að hefja GPS mælingar með hærri söfnunartíðni en hefur tíðkast og nýta þær mælingar til að öðlast betri skilning á þeim ferlum sem eiga sér stað í jarðskorpunni. Ennfremur verður fjöldi samfelldra GPS stöðva ríflega tvöfaldaður.

Verkefnið hlaut þriggja ára styrk úr Rannsóknasjóði Íslands og verkefnisstjóri er Þóra Árnadóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Uppsetning og daglegur rekstur stöðva er framkvæmdur af Veðurstofu Íslands í samvinnu við þá aðila sem að verkefninu standa: Háskólann í Arizona (USA), Háskólann í Pennsylvaniu (USA), ETH í Zurich (Sviss), auk Jarðvísindistofnunar.

Verkefnið er nú á öðru ári síðan 1. júní síðastliðinn. Þar sem sem lengstar tímaraðir eru mikilvægar til að fá sem mestar upplýsingar var byrjað á að koma sem flestum stöðvum í gang til að safna gögnum á síðasta ári. Heildarfjöldi samfelldra stöðva á Íslandi er nú nálægt 60 og þar af senda 31 stöð sjálfvirkt gögn til Reykjavíkur en um þessar mundir er mest áhersla á að koma stöðvunum í varanlegt gagnasamband sem byggir ekki á fjórum hjólum og fartölvu!

Nokkrar vefslóðir:
Vefsíða Þóru Árnadóttur um verkefnið
Vefsíða Sigrúnar Hreinsdóttur í Arizona um verkefnið
Veggspjald um verkefnið kynnt á EGU ráðstefnunni í apríl 2007 í lágri upplausn (0.3 Mb jpg) og í fullri upplausn (58 Mb pdf) .


Benedikt Gunnar Ofeigsson, september 2007