Staðsetningar GPS mæla við samfelldar mælingar á Íslandi

Á tímabilinu mars til maí, 1999 voru settar upp 4 GPS stöðvar á Hengilssvæðinu og í Ölfusi.
Stöðvarnar eru Hveragerði (HVER), Vogsósum (VOGS), Hlíðardalsskóla (HLID) og við Ölkelduháls (OLKE).
Í lok september 1999 hófust mælingar á Sólheimaheiði (SOHO). Um miðjan október 1999 hófust mælingar á annari stöð við Láguhvola (HVOL). Um miðjan maí, 2000 var sett upp stöð sunnan við Eyjafjallajökul, á Þorvaldseyri (THEY), og stöðin í Vestmannaeyjum (VMEY) hóf mælingar 27. júlí, 2000.
GPS væðing á hálendinu hófst með stöðinni á Skrokköldu (SKRO) í september 2000. Árið 2001 var hafið með að setja upp stöð á Kiðjabergi (KIDJ) á Suðurlandsundirlendinu (mælingar hófust 25. jan. 2001).

Rauðir ferhyrningar á myndinni sýna staðsetningar ISGPS stöðvanna. Svartir þríhyrningar sýna staðsetningar SIL jarðskjálftastöðva, sem reknar eru af jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands.


Gögn frá samfelldum mælingum á GPS stöð í Reykjavík (REYK, sýnd með grænum ferhyrningi) og Höfn í Hornafirði (HOFN) eru einnig notuð í úrvinnslu. Notaðar eru nákvæmar brautir gervitungla í úrvinnslu og reiknuð hnit stöðva í ITRF97 viðmiðunarkerfinu. Færslur stöðva eru reiknaðar með tilliti til Reykjavikur. Stöðin í Reykjavík er rekin af þjóðverjum og er hluti af International GPS Service for Geodynamics (IGS) neti. Höfn er hluti af EUREF netinu.


Til baka á heimasíðu GPS mælinga



Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is). Þóra Árnadóttir (thora@vedur.is).