Samfelldar GPS mælingar
Samansettar færslumyndir til eftirlits með jarðskorpunni - allar stöðvar frá upphafi mælinga

Myndirnar að neðan sýna færslur allra ISGPS stöðva
frá upphafi mælinga. Efsta myndin sýnir færslur í austur, miðmyndin færslur í
norður og síðasta myndin sýnir færslur í lóðrétta þættinum, þar sem jákvæð færsla
er færsla upp á við. Meginhluti gagnanna í tímaröðunum eru úr lokaúrvinnslu
GPS gagnanna, en síðustu 10 til 40 dagarnir eru úr sjálfvirku úrvinnslunni og
ætti síðastu punktarnir í línuritunum því að vera frá deginum í gær, enda
eru línurit þessi uppfærð daglega. Engar óvissur eru teiknaðar á línuritin.
Ef nota á línuritin til eftirlits með jarðskorpunni er sennilega er best að
að horfa á myndirnar með langtímatrend eða undarleg langtímafrávik í huga.
Austurfærsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Stökk í tímaröðunum eru færslur vegna Suðurlandsskjálftanna
í júní 2000.

Norðurfærsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Stökk í tímaröðunum eru færslur vegna Suðurlandsskjálftanna
í júní 2000.

Lóðrétt færsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Stökk í tímaröðunum eru vegna tækjabreytinga
Til baka á ISGPS síðuna
Síðast breytt: 10/20/2016 13:06:49
Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).