Samfelldar GPS mælingar
Residual tímaraðir til eftirlits með jarðskorpunni - Kárahnjúkar

Svörtu línurnar milli stöðva á kortinu fyrir ofan sýna fyrir hvaða stöðvar
línuritin fyrir neðan eru.
Myndirnar að neðan sýna færslur GPS stöðvanna SAUD, KARV og BRUJ frá
janúar 2005 eftir að leiðrétt hefur verið fyrir meðalfærsluhraða og
árssveiflu stöðvanna. Þar sem tímaraðirnar fyrir KARV og BRUJ eru heldur
stuttar til að meta meðalfærsluhraða og árssveiflur þá eru notuð
sömu gildi og fengust fyrir SAUD (reiknað fram að áfyllingu 28. september 2006),
með smávægilegum leiðréttingum.
Þeir punktar sem eru litaðir rauðir eru frávikspunktar - skilgreindir
sem mæligildi sem liggja meira en 6 mm frá núlli í láréttu þáttunum, eða
meira en 20 mm frá núlli í lóðrétta þættinum. Lóðrétta strikalínan sýnir
tímann þegar byrjað var að fylla í Hálslón, 28. september 2006.
Meginhluti gagnanna í tímaröðunum eru úr lokaúrvinnslu
GPS gagnanna, en síðustu 10 til 60 dagarnir eru úr sjálfvirku úrvinnslunni og
ættu síðustu punktarnir í línuritunum því að vera frá deginum í gær, enda
eru línurit þessi uppfærð daglega. Athuga ber að niðurstöður úr sjálfvirku
úrvinnslunni eru ónákvæmari en niðurstöður úr lokaúrvinnslunni.
Þeir punktar sem eru litaðir rauðir eru frávikspunktar sem eru skilgreindir
sem mæligildi sem liggja meira en 6 mm frá núlli í láréttu þáttunum, eða
meira en 20 mm frá núlli í lóðrétta þættinum.
Frávikspunktar nálægt áramótum 2005/2006 eru að öllum líkindum
vegna ísingar og ber að hafa í huga að slík skilyrði eru árviss!
Til baka á ISGPS síðuna
Síðast breytt: 10/20/2016 13:06:49
Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).