Samfelldar GPS mælingar
Samansettar færslumyndir til eftirlits með jarðskorpunni - Kárahnjúkar
Svörtu línurnar milli stöðva á kortinu fyrir ofan sýna fyrir hvaða stöðvar
línuritin fyrir neðan eru.
Myndirnar að neðan sýna færslur GPS stöðvanna SAUD,
KARV, BRUJ, INTA, HAHV og BALD frá júní 2008.
Efsta myndin sýnir færslur í austur, miðmyndin færslur í
norður og síðasta myndin sýnir færslur í lóðrétta þættinum, þar sem jákvæð færsla
er færsla upp á við. Meginhluti gagnanna í tímaröðunum eru úr lokaúrvinnslu
GPS gagnanna, en síðustu 10 til 40 dagarnir eru úr sjálfvirku úrvinnslunni og
ættu síðustu punktarnir í línuritunum því að vera frá deginum í gær, enda
eru línurit þessi uppfærð daglega. Athuga ber að niðurstöður úr sjálfvirku
úrvinnslunni eru ónákvæmari en niðurstöður úr lokaúrvinnslunni.
Engar óvissur eru teiknaðar á línuritin.
Ef nota á línuritin til eftirlits með jarðskorpunni er sennilega er best að
að horfa á myndirnar með langtímatrend eða undarleg langtímafrávik í huga.
Austurfærsla stöðvanna. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.
Norðurfærsla stöðvanna. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.
Lóðrétt færsla stöðvanna. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.
Til baka á ISGPS síðuna
Umsjón: Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).