Samfelldar GPS mælingar
Samansettar færslumyndir til eftirlits með jarðskorpunni - Reykjanesskagi

Svörtu línurnar milli stöðva á kortinu fyrir ofan sýna fyrir hvaða stöðvar
línuritin fyrir neðan eru.
Myndirnar að neðan sýna færslur GPS stöðvanna NYLA, KRIV, VOGS og HLID frá árinu 2007.
Efsta myndin sýnir færslur í austur, miðmyndin færslur í
norður og síðasta myndin sýnir færslur í lóðrétta þættinum, þar sem jákvæð færsla
er færsla upp á við. Meginhluti gagnanna í tímaröðunum eru úr lokaúrvinnslu
GPS gagnanna, en síðustu 10 til 40 dagarnir eru úr sjálfvirku úrvinnslunni og
ættu síðustu punktarnir í línuritunum því að vera frá deginum í gær, enda
eru línurit þessi uppfærð daglega. Athuga ber að niðurstöður úr sjálfvirku
úrvinnslunni eru ónákvæmari en niðurstöður úr lokaúrvinnslunni.
Engar óvissur eru teiknaðar á línuritin.
Ef nota á línuritin til eftirlits með jarðskorpunni er sennilega er best að
að horfa á myndirnar með langtímatrend eða undarleg langtímafrávik í huga.
Austurfærsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.

Norðurfærsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.

Lóðrétt færsla stöðvanna frá upphafi mælinga. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé
auðveldari.
Til baka á ISGPS síðuna
Umsjón: Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps hjá vedur.is).