Samfelldar GPS mælingar
Samansettar færslumyndir til eftirlits með jarðskorpunni - Suðurlandsskjálftabeltið

Svörtu línurnar milli stöðva á kortinu fyrir ofan sýna fyrir hvaða stöðvar
línuritin fyrir neðan eru.
Myndirnar að neðan sýna færslur GPS stöðva á Suðurlandi
frá júní 2008 (rétt eftir Suðurlandsskjálftana 2008).
Efsta myndin sýnir færslur í austur, miðmyndin færslur í
norður og síðasta myndin sýnir færslur í lóðrétta þættinum, þar sem jákvæð færsla
er færsla upp á við. Meginhluti gagnanna í tímaröðunum eru úr lokaúrvinnslu
GPS gagnanna, en síðustu 10 til 40 dagarnir eru úr sjálfvirkri úrvinnslu og
ættu síðastu punktarnir í línuritunum að vera frá deginum í gær.
Engar óvissur eru teiknaðar á línuritin.
Ef nota á línuritin til eftirlits með jarðskorpunni er sennilega er best að
að horfa á myndirnar með langtímatrend eða undarleg langtímafrávik í huga.
Austurfærsla stöðvanna frá júní 2008. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé auðveldari.

Norðurfærsla stöðvanna frá júní 2008. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé auðveldari.

Lóðrétt færsla stöðvanna frá júní 2008. Búið er að hliðra tímaröðunum eftir lóðás til að samanburður sé auðveldari.
Til baka á ISGPS síðuna
Umsjón: Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).