next up previous contents
Next: Bibliography Up: Frammistaða SIL kerfisins frá Previous: Líklegur sparnaður ef qmin

SAMANTEKT, TILLÖGUR OG HUGLEIÐINGAR

Helstu atriði þessarar samantektar á frammistöðu SIL kerfisins á tímabilinu 1. ágúst 1998 til 28. febrúar 1999 eru:
$\bullet$
Skrifað var forritið libq til að yfirfæra gæðastuðul atburða úr sjálfvirku úrvinnslunni á raunverulega skjálfta í events.lib. Forritið athugar alla atburði í events.aut með upphafstíma innan $\pm$5 sekúndna frá upphafstíma skjálftans. Sá þeirra sem á flesta fasa sameiginlega með skjálftanum er talinn samsvara skjálftanum best og einkunn hans er yfirfærð á skjálftann. Ef fleiri en einn atburður innihalda jafnmarga fasa úr skjálftanum er valinn sá sem hefur hæst gæði. Ef engin færsla í events.aut uppfyllir þessi skilyrði telst sjálfvirknin hafa misst af skjálftanum og hann er skilgreindur sem heimatilbúinn og honum gefin einkunnin 0.0.
$\bullet$
Athuguð voru átta svæði, auk heildargagnasafnsins, og gerð tölfræðileg úttekt á frammistöðu kerfisins við sjálfvirka úrvinnslu gagna úr hverju þeirra. Frammistaðan er ákaflega mismunandi eftir svæðum. Fyrir allt gagnasafnið er fjöldi raunverulegra jarðskjálfta ríflega þriðjungur allra atburða sem kerfið staðsetur og sækir gögn fyrir.
$\bullet$
Ekki er einkvæmt samband milli réttrar stærðar jarðskjálfta og gæða þeirra í sjálfvirku úrvinnslunni.
$\bullet$
Frammistaða kerfisins er síst verri í hrinum en þegar virkni er lítil.
$\bullet$
Með heppilegri svæðaskiptingu og vali á gæðaþröskuldum í sjálfvirku úrvinnslunni má að öllum líkindum helminga það magn bylgjugagna sem sótt er án þess að tapa meira en 10-15% raunverulegra skjálfta sem kerfið skráir nú. Fölskum atburðum ætti að fækka um 70-75% við þessar breytingar.

Til að draga úr rekstarkostnaði kerfisins án þess að tapa óhóflega mörgum raunverulegum skjálftum ætti að hækka sjálfgefna gæðaþröskuldinn qmin úr 5.5 í 9.99. Á nokkrum svæðum, t.d. í Suðurlandsbrotabeltinu og á Reykjanesskaga, ætti gæðaþröskuldurinn að vera lægri, líkt og nú er.

Áður en ný útgáfa af anaaut er tekin í notkun ætti að prófa forritið á eldri gögn til að fá samanburð við þá útgáfu sem fyrir er. Ef niðurstöðurnar gefa tilefni til væri rétt að breyta gæðakröfum og svæðaskiptingu til að lágmarka flutning á rusli frá stöðvunum. Þannig mætti hugsanlega spara mikla vinnu og draga úr gagnaflutningi eða koma í veg fyrir aukningu hans samfara breytingum á hugbúnaði.

Niðurstöðurnar sýna að auðveldlega má draga úr rekstrarkostnaði SIL kerfisins með því að breyta stillingum þess. Til lengri tíma litið felst þó líklega mest hagræði í því að fækka fölskum fasatilkynningum og draga úr vinnu við að halda útstöðvunum gangandi. Endurbætur á fasafinni og tækjabúnaði útstöðvanna til að fækka fölskum fasatilkynningum skila sér beint í færri fölskum atburðum og þar með minni kostnaði við gagnaflutninga og vinnu við yfirferð gagnanna.

Það ætti að vera stefna okkar að sem mest af hugbúnaðarþróun kerfisins fari fram á Veðurstofunni eða í svo nánu samstarfi við starfsfólk hennar að við getum sjálf séð um minni háttar breytingar á úrvinnsluhugbúnaðinum. Einnig þyrfti að vanda meira til verka þegar breytingar eru gerðar á hugbúnaði kerfisins. Jafnvel mætti hugsa sér að reyna nýjar útgáfur forrita á eldri gögn áður en þær eru settar inn í hið reglubundna úrvinnsluferli. Enda þótt allar breytingar taki þá lengri tíma en ella er næsta víst að þeim tíma er vel varið og hann skilar sér fljótt í auknu rekstraröryggi kerfisins.


next up previous contents
Next: Bibliography Up: Frammistaða SIL kerfisins frá Previous: Líklegur sparnaður ef qmin
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-03-30