next up previous contents
Next: SAMANTEKT, TILLÖGUR OG HUGLEIÐINGAR Up: ÚRVINNSLA Previous: Samband gæða og stærðar

Líklegur sparnaður ef qmin = 9.99

Fá má gróft mat á tímann sem sparast við gagnvirka úrvinnslu skjálfta ef fækkað er þeim atburðum (raunverulegum og fölskum) sem kerfið skráir, með eftirfarandi leikfimi. Látum tr tákna tímann sem fer í að vinna úr ,,venjulegum'' jarðskjálfta og tf tímann sem þarf til að afgreiða hvern falskan skjálfta. Fjöldi raunverulegra skjálfta er Nr og fjöldi falskra Nf. Ef fækkun skráðra atburða, raunverulegra og falskra, er táknuð með ar og af, þá er hlutfall tíma sem þarf í úrvinnslu eftir fækkun, T2, og tíma sem þarf til að vinna úr gögnunum án fækkunar, T1, gefið með:
 
$\displaystyle \frac{T_2}{T_1}$ = $\displaystyle \frac{(1-a_r)N_r t_r + (1-a_f)N_f t_f}
{N_r t_r + N_f t_f}$  
  = $\displaystyle \frac{b_r N_r t_r + b_f N_f t_f} {N_r t_r + N_f t_f}$ (1)

þar sem br=1-ar og bf = 1-af. Ef gert er ráð fyrir að tr = 3tf, þ.e. að það taki þrisvar sinnum lengri tíma að vinna úr alvöru jarðskjálfta en fölskum, fæst:
 
$\displaystyle \frac{T_2}{T_1}$ = $\displaystyle \frac{3b_r N_r t_f + b_f N_f t_f}
{3N_r t_f + N_f t_f}$  
  = $\displaystyle \frac{3b_r N_r + b_f N_f} {3N_r + N_f}$  
  = $\displaystyle \frac{3b_r r + b_f} {3r + 1}$ (2)

þar sem r=Nr/Nf. Í töflu 1 sést að r=0.54 fyrir allt gagnasafnið og af mynd 3 má lesa að ef qmin=9.99, þá er $a_r \sim 0.18$ og $a_f \sim 0.74$. Þar með verður br = 0.82 og bf = 0.26. Ef þessum tölum er stungið inn í jöfnu 2 fæst:

 
T2 = 0.61 T1 (3)

þ.e. ef aðeins er unnið úr þeim atburðum sem hljóta hærri einkunn en 9.99 í sjálfvirku úrvinnslunni má gera ráð fyrir að gagnvirka úrvinnslan taki rúmlega helming þess tíma sem nú er varið til hennar.

Lækkun kostnaðar vegna gagnaflutnings má áætla á svipaðan hátt. Látum dr tákna gagnamagn sem sótt er fyrir meðalskjálfta og df gagnamagn fyrir dæmigerðan falskan atburð. Ef D1 er heildarmagn gagna sem sótt eru með núverandi stillingum kerfisins og D2 það sem sótt væri ef gerðar væru hærri gæðakröfur fæst:

 \begin{displaymath}\frac{D_2}{D_1} = \frac{b_r N_r d_r + b_f N_f d_f} {N_r d_r + N_f d_f}
\end{displaymath} (4)

Ef gert er ráð fyrir að df = dr, þ.e. að jafn mikið sé sótt fyrir hvern falskan atburð og venjulegan skjálfta, fæst:

 \begin{displaymath}\frac{D_2}{D_1} = \frac{b_r r + b_f} {r+1}
\end{displaymath} (5)

Ef stungið er inn tölum gefur jafna 5:

 
D2 = 0.49 D1 (6)

Niðurstöðurnar eru teknar saman í töflu 2 fyrir svæðin átta og heildargagnasafnið.
 
Table 2: Áhrif þess að setja qmin = 9.99 á nokkrum svæðum. Mörk svæðanna eru sýnd á mynd 2. r er hlutfall fjölda raunverulegra skjálfta og fjölda falskra atburða, ar er hlutfallsleg fækkun raunverulegra skjálfta frá því sem nú er ef qmin = 9.99, af er samsvarandi fækkun fyrir falska atburði, br = 1-ar og bf = 1-af. T1 er tíminn sem varið er í gagnvirka úrvinnslu með núverandi stillingum kerfisins og T2 er tími sem úrvinnslan tæki ef qmin=9.99. Magn bylgjugagna sem sótt eru við núverandi aðstæður er D1 en ef krafist er gæða yfir 9.99 minnkar það niður í D2. Fyrir heildargagnasafnið (Ísland í dálki 1) má því búast við að ef aðeins eru sótt gögn fyrir atburði með gæði yfir 9.99 minnki tíminn sem fer í gagnvirku úrvinnsluna um 40% ( T2/T1=0.61) og magn bylgjugagna sem sótt er um helming ( D2/D1 = 0.49).
Svæði r (Nr/Nf) ar af br bf T2/T1) D2/D1
Ísland 0.54 0.18 0.74 0.82 0.26 0.61 0.46
Tjörnes 0.37 0.26 0.84 0.74 0.16 0.47 0.32
Faxaflói 0.08 0.16 0.75 0.84 0.25 0.36 0.29
Reykjanes 1.39 0.25 0.62 0.75 0.38 0.68 0.60
Hengill 1.59 0.14 0.21 0.86 0.79 0.85 0.83
Suðurland 0.57 0.28 0.60 0.72 0.40 0.60 0.52
Hálendið 0.04 0.17 0.85 0.83 0.15 0.22 0.18
Vatnajökull 0.08 0.90 0.88 0.10 0.12 0.12 0.12
Mýrdalsjökull 0.17 0.48 0.86 0.52 0.14 0.27 0.20
 

Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða sparnað í flutningi bylgjugagna, fjöldi fasa- og óróatilkynninga er óháður q. Til að fækka fölskum fasatilkynningum þarf endurbætur á fasafinninum og á tækjabúnaði útstöðvanna. Gróflega áætlað er hlutur bylgjugagna um 99% af heildargögnunum sem send eru frá útstöðvum SIL kerfisins. Hluti kostnaðar vegna gagnaflutninganna er þó fastakostnaður sem ekki lækkar þótt gögnunum fækki.


next up previous contents
Next: SAMANTEKT, TILLÖGUR OG HUGLEIÐINGAR Up: ÚRVINNSLA Previous: Samband gæða og stærðar
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-03-30