next up previous contents
Next: Líklegur sparnaður ef qmin Up: ÚRVINNSLA Previous: Gæðastuðull raunverulegra skjálfta og

Samband gæða og stærðar skjálfta

Mynd 6 sýnir gæði jarðskjálfta sem fall af stærð þeirra.
  
Figure 6: Gæðastuðull jarðskjálfta sem fall af stærð skjálftanna. Aðeins eru teknir með þeir skjálftar sem áttu sér samsvörun í events.aut. Handefldir skjálftar eru því ekki með á myndinni. Alls eru notuð gögn fyrir 9656 skjálfta. Dökku punktarnir tákna að þær samsetningar af gæðum og stærð hafa komið fyrir oftar en einu sinni í gagnasafninu.
[bb=34 102 431 371,width=10cm]/heim/sr/sil/stat/gmt/qvsM.ps

Aðeins voru notaðir raunverulegir skjálftar sem áttu sér samsvörun í events.aut og var gefin einkunn samkvæmt því. Vegna þess hve upplausnin er lítil bæði í stærð skjálftanna og gæðum eru sumir punktanna á myndinni margendurteknir. Litur punktanna sýnir fjölda skjálfta með tiltekin gæði og stærð þannig að dökkur litur táknar algengar samsetningar af q og M en ljósir sjaldgæfar. Augljóslega eru gæði 10.0 (gæði hugsanlegra forskjálfta) og hámarksgæði (90.01) algengust. Samband réttrar stærðar skjálfta og gæða hans í sjálfvirku úrvinnslunni er tiltölulega veikt. Skjálftar á bilinu 0-1.5 fá einkunn allt frá lágmarki (4-6 eftir svæðum) að hámarki. Þó er greinileg tilhneiging til þess að stórir skjálftar hafi há gæði og allur þorri skjálfta með M < 0 hefur gæði undir 30.0.


next up previous contents
Next: Líklegur sparnaður ef qmin Up: ÚRVINNSLA Previous: Gæðastuðull raunverulegra skjálfta og
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-03-30