[bb=28 170 544 754,width=]/heim/sr/sil/stat/gmt/cumN.ps |
[bb=28 170 544 754,width=]/heim/sr/sil/stat/gmt/cumSV.ps |
[bb=28 170 544 754,width=]/heim/sr/sil/stat/gmt/cumJok.ps |
Hægri dálkurinn á myndum 3-5 sýnir athugun á stærðardreifingu heimatilbúnu skjálftanna (heildregna línan) og þeirra skjálfta sem hlutu 9.99 eða lægra í einkunn. Mörkin qmin = 9.99voru valin vegna þess að ekki þótti ástæða til að krefjast hærri gæða í sjálfvirku úrvinnslunni. Þó má sjá á mynd 3 að ef skorið væri við qmin = 20mætti losna við 97% af öllu rusli en þá töpuðust líka um 56% allra skjálfta sem kerfið skráir með núgildandi stillingum. Tilgangurinn með myndunum í hægri dálkinum er að fá hugmynd um stærðardreifingu skjálftanna sem tapast ef qmin = 9.99. Þar sést t.d. að stærð heimatilbúnu skjálftanna er á bilinu -1 til 3 en um 77% þeirra er undir 1. Jafnframt sést að um 94% skjálfta með gæði undir 10 eru minni en 1 að stærð. Á Hengilssvæðinu, í Suðurlandsbrotabeltinu og á Faxaflóa eru 99-100% skjálfta með gæði undir 10 smærri en 1.
Af myndum 3-5 er augljóst að mikill munur er á hæfni kerfisins til að greina raunverulega skjálfta frá rusli eftir því hvar upptökin eru. Það kann því að svara kostnaði að eyða einhverjum tíma í að finna svæðaskiptingu sem best hentar til að skilja milli skjálfta og rusls út frá gæðastuðli atburðanna.
Ekki er auðvelt að sjá fyrir áhrif þess að setja qmin = 9.99 á fjölda heimatilbúinna skjálfta. Hinir stærri þeirra koma fram á óróaritinu og eru gögnin sótt samkvæmt því. Flestir hinna smærri eru vísast fundnir þegar farið er í gegnum ruslið sem svo óspart er sótt á sumum svæðum. Þorri þeirra mun því glatast ef ekki eru sótt bylgjugögn fyrir atburði með q < 9.99.
Stóra hrinan í Ölfusi í nóvember 1998 var ekki tekin með í þessari athugun vegna þess að úrvinnslu hennar er ekki að fullu lokið. Hins vegar var tekin með hrina nærri Fagradalsfjalli í ágúst 1998. Þá skráði kerfið um 950 skjálfta dagana 18. og 19. ágúst. Um 16% skjálftanna í hrinunni eru heimatilbúnir, en það er svipað hlutfall og dagsdaglega á Reykjanesskaga (tafla 1). Hins vegar fjölgar fölskum atburðum ekki í takt við aukinn fjölda raunverulegra skjálfta. Hlutfall fjölda raunverulegra og falskra skjálfta (Nr/Nf í töflu 1) var um fjórum sinnum hærra þessa daga en að meðaltali á tímabilinu. Líkleg skýring á þessu er að aukin virkni minnki næmni kerfisins þar sem smæstu atburðirnir drukkna í bylgjulestum stærri skjálfta.