next up previous contents
Next: STÖÐVASAGA OG TÆKNILEGIR ÞÆTTIR Up: Jarðskjálftamælanet í nágrenni Reykjavíkur Previous: Contents

INNGANGUR

Í júlí 1996 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Hitaveita Reykjavíkur við Veðurstofu Íslands um uppsetningu og rekstur jarðskjálftamælanets á Bláfjallasvæðinu. Í aðalatriðum fólst samkomulagið í því að sveitarfélögin og Hitaveitan greiddu að mestu kostnað við að setja upp fjóra jarðskjálftamæla. Mælarnir skyldu tengdir sjálfvirku mælaneti Veðurstofunnar og rekstur þeirra greiddur af henni. Tilgangurinn með uppsetningu mælanna var að fá gleggri mynd af skjálftavirkni á svæðinu frá Hengli að Kleifarvatni. Skjálftamælarnir voru teknir í notkun á tímabilinu frá október 1996 til apríl 1997.

Í skýrslu þessari er fjallað um uppbyggingu mælanetsins, næmni netsins og kynntar fyrstu niðurstöður.



Sigurður Th. Rögnvaldsson
1/30/1998