next up previous contents
Next: Nemar og vélbúnaður á Up: Jarðskjálftamælanet í nágrenni Reykjavíkur Previous: INNGANGUR

STÖÐVASAGA OG TÆKNILEGIR ÞÆTTIR

Jarðskjálftamælastöðvar þær sem Veðurstofa Íslands rekur og hefur átt þátt í að hanna eru nefndar SIL-stöðvar (Södra Islands Lågland) af sögulegum ástæðum. Fyrstu átta stöðvarnar í nýja íslenska landsnetinu voru settar upp á Suðurlandi 1990. Þremur árum síðar var komið upp sex stöðva neti á Norðurlandi til að fylgjast með skjálftavirkni í Tjörnesbrotabeltinu. Síðan hefur stöðvunum fjölgað jafnt og þétt og nú eru í netinu 32 skjálftamælar víðsvegar um landið, allir tengdir miðstöðinni í Reykjavík. Mynd 1 sýnir staðsetningar skjálftamæla Veðurstofunnar á Suðvesturlandi.
  
Figure 1: Skjálftamælar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi. Stöðvar kostaðar af Hitaveitu Reykjavíkur og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu eru merktar með ferningum, aðrar stöðvar með þríhyrningum.
\begin{figure}
 \centering
 \includegraphics[width=\textwidth]{/heim/sr/hen/rap01/gmt/kort/stodvar.ps}\end{figure}

Lykilatriði við hönnun kerfisins var að halda rekstrarkostnaði þess í lágmarki. Einn stærsti útgjaldaliðurinn er flutningur gagna frá útstöðvum til miðstöðvarinnar í Reykjavík. Einmenningstölva er á hverri útstöð til að stjórna gagnasöfnuninni og vinna úr gögnunum. Megintilgangurinn með úrvinnslunni á útstöðvunum er að draga fram upplýsingar sem nýst geta til að minnka gagnaflæðið frá stöðvunum, án þess að missa af raunverulegum jarðskjálftum.

Nýju stöðvarnar fjórar voru staðsettar með það í huga að auka nákvæmni í staðsetningum jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og vestur að Kleifarvatni og til að fá gleggri mynd af brotflötum og brotahreyfingum á svæðinu. Skjálftamælarnir voru settir upp á Króki í Grafningi (kro), við svifflugvöllinn á Sandskeiði (san), við reiðhöllina Sörlastaði ofan við Hafnarfjörð (haf) og á Vogsósum í Selvogi (vos).



 
next up previous contents
Next: Nemar og vélbúnaður á Up: Jarðskjálftamælanet í nágrenni Reykjavíkur Previous: INNGANGUR
Sigurður Th. Rögnvaldsson
1/30/1998