Next: Úrvinnsla í miðstöð
Up: STÖÐVASAGA OG TÆKNILEGIR ÞÆTTIR
Previous: Nemar og vélbúnaður á
Á útstöðvunum er hugbúnaður sem
sér um gagnasöfnunina frá
stafsetjara, úrvinnslu gagna á staðnum og sendingu gagnanna til
SIL-miðstöðvarinnar á Veðurstofunni.
Fylgst er með hvort snöggar breytingar verði á jarðarhreyfingunni
og slíkar breytingar skráðar.
Hver skráður fasi er meðhöndlaður sem væri hann raunverulegur jarðskjálftafasi.
Auk mats á komutíma fasans er tíðniróf hans reiknað og metin lágtíðniaðfella
þess og horntíðni, hámarks útslag, innfallshorn, samfösun
(e. coherence) og
tímalengd (e. duration) fasans og fleiri stærðir sem komið geta að
gagni við áframhaldandi úrvinnslu.
Til að meta hvort fasinn er líkari P eða S skjálftabylgju er notað
tauganet sem ,,kennt`` hefur verið að þekkja muninn á þessum tveimur
tegundum skjálftafasa.
Stutt skeyti (128 bæti) með upplýsingum um fasann er sent til
miðstöðvarinnar fyrir hvern skráðan fasa jafnharðan og hann greinist.
Sigurður Th. Rögnvaldsson
1/30/1998