next up previous contents
Next: GÖGN OG ÚRVINNSLA Up: AÐFERÐIR Previous: AÐFERÐIR

   
Dæmi

Í nýrri og endurbættri útgáfu hugbúnaðarins gera forritin sjálfvirkt upp á milli aukaflata (e. auxiliary plane) og brotflata brotlausna hvers skjálfta, eftir því hver fellur best að sprungustefnunni sem upptakadreifing skjálftaþyrpingar ákvarðar. Til að sýna þetta nánar var valin skjálftahrina undir Ölkelduhálsi frá 8. maí 1998 og safnað úr henni öllum skjálftum stærri en -2.0, sem voru innan svæðisins 64.055$^{\circ }$N til 64.070$^{\circ }$N og -21.23$^{\circ }$A til -21.16$^{\circ }$A; alls 81 skjálfta. Eftir upptakagreiningu voru brotlausnir endurreiknaðar fyrir nýju staðsetningarnar og hugbúnaðurinn látinn kanna sjálfvirkt hvaða skjálftaþyrpingar gætu skilgreint sprungufleti. Þeir 54 skjálftar sem það gerðu eru sýndir á mynd 1.
  
Figure: Innbyrðis staðsetningar skjálfta undir Ölkelduhálsi 8. maí 1998. Hver skjálfti er sýndur með hringlaga fleti, sem hefur strik, halla og hreyfingarstefnu í samræmi við það plan brotlausnar sem valið er. Þykkari rönd hringsins snýr að áhorfandanum og hreyfistefnan er merkt með striki á hringinn. Stærð hringjanna sýnir stærð brotflatar hvers skjálfta. Vinstri hluti myndarinnar sýnir staðsetningu í láréttum fleti, norður er upp og austur til hægri. Plönin þrjú sem upptökin skilgreina eru númeruð á myndinni. Hægri hlutinn sýnir lóðrétt snið þvert á strikstefnuna, þannig að horft er eftir brotflötunum í stefnu N15$^{\circ }$A. Lóðrétti ásinn sýnir dýpi í km, sami kvarði er á lárétta ásnum. Plönin þrjú eru einnig merkt inn á hægri hluta myndarinnar.
[bb=119 54 496 731,angle=-90,width=]/heim/sr/project/hengill/gmt/grafics.04.01.ps

Brotlausnarplönin sem falla best að sprungustefnum eru teiknuð sem hringlaga fletir með þykkari röndina nær áhorfandanum. Stærð flatanna sýnir stærð brotflata skjálftanna. Hnikstefnan í þeim er mörkuð með striki í hringina sem sýnir í hvaða átt sá helmingur sem nær auganu er hreyfðist. Á vinstri hluta myndarinnar er horft niður á yfirborð jarðar og greinilega má sjá að brotlausnir falla vel að þeim þrem sprunguflötum sem skjálftaþyrpingarnar ákvarða. Þeir hafa strik N9$^{\circ }$-15$^{\circ }$A og raða sér á A-V línu með u.þ.b. 200 m millibili. Hægri hluti myndarinnar er þversnið í gegnum jörðina, nánast hornrétt á strikstefnu brotflatanna, þannig að horft er eftir sprunguflötunum endilöngum í stefnu N15$^{\circ }$A. Þar sést enn betur samræmi brotlausna og sprunguflatanna þriggja sem hallar milli 80$^{\circ }$ og 88$^{\circ }$ til austurs. Miðgildi minnstu frávik brotlausna frá sprungustefnum er innan við 4$^{\circ }$ og hreyfingin í flestum skjálftunum er sambland af hægri handar sniðgengi og siggengi. Samanlagt skilgreina skjálftarnir sprungufleti með u.þ.b. 300 m lárétta lengd, þó hver og einn skjálfti hreyfi aðeins hluta sprungunnar. Dýpi sprungnanna er mismunandi, 3.5 km til 4.5 km, og er sú í miðið dýpst. Óvissa í algildu staðsetningunum er 100-300 m, en óvissa í innbyrðis staðsetningum oftast 2-15 m. Meðalfjarlægð skjálftanna frá besta plani sem skjálftadreifingin skorðar er 4-14 m eða svipuð óvissunni í innbyrðis staðsetningunum.

Á mynd 2 sést að fyrir 15 skjálfta hefur A-V brotflöturinn verið valinn sem líklegri nálgun á sprungustefnu og þegar horft er eftir stefnu N101$^{\circ }$A (mynd 2) sést á þversniði að nokkrir skjálftanna gætu

  
Figure: Sama og mynd 1, nema hvað á hægri hluta myndarinnar er nú horft í stefnu N101$^{\circ }$A, eða þvert á plönin þrjú sem merkt eru á myndinni. Hugsanlega má sjá vísbendingar um A-V sprungustefnur, en þó ekki afgerandi.
[angle=-90.0,width=,bb=119 54 496 731]/heim/sr/project/hengill/gmt/grafics.03.01.ps

skilgreint tvö u.þ.b. 66$^{\circ }$ hallandi plön. Þetta eru hins vegar of fáir skjálftar til að ákvarða sprunguflöt, einkum með tilliti til þess að upptökin falla nánast ofan í upptök á einhverjum af sprunguflötunum þremur, einkum fleti 2. Jafnframt samsvara aukafletir brotlausnanna á $\sim $N15$^{\circ }$A sprungunum þremur nokkurn veginn þessum stefnum, þ.e. $\sim $N279$^{\circ }$A með halla $\sim $56$^{\circ }$ til norðurs. Skjálftarnir 15 gætu því eins hafa orðið á norðlægu sprungunum eða sprungum samsíða þeim.

Þessi dæmi sýna að forritið getur fundið sprungur með því að bera saman skjálftadreifingu og brotlausnir, en skjálftadreifingin getur þó verið þannig að ekki sé óyggjandi hægt að greina á milli misgengis- og aukaflata brotlausnanna. Þetta á einkum við þegar fáir skjálftar skilgreina sprungu. Með markvissri stýringu úrvinnslunnar á afmörkuð svæði yfir löng tímabil ætti þó að vera unnt að skera úr um tilvist óljósra brotalína.


next up previous contents
Next: GÖGN OG ÚRVINNSLA Up: AÐFERÐIR Previous: AÐFERÐIR
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-03-30